Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 280
278
BÚNAÐARRIT
Hjá Búnaðarsambandi Austurlands: Helgi Gíslason,
Hrappsstöðum, Vopnafirði, Sigurður Lárusson, Gilsá,
Breiðdal, Jón Eiríksson, Höfn, Hornafirði, Árni G.
Pétursson, héraðsráðunautur, Egilsstöðum (1950).
Hjá Búnaðarsambandi Suðurlands: Rögnvaldur
Guðjónsson, héraðsráðunaulur, Hveragerði (1949),
Emil Nic. Bjarnason, héraðsráðunautur, Selfossi
(1950), Pétur Guðjónsson, Vestmannaeyjum.
Eftirlit með störfum trúnaðarmanna er í höndum
búnaðarmálastjóra og jarðræktarráðunauta félagsins,
svo sem fyrr hefur verið.
Búnaðarfélag íslands hefur greitt upp í laun héraðs-
ráðunauta í jarðrækt kr. 6000.00 lil hvers árið 1949
og kr. 3000.00 til hvcrs árið 1950, og er þá miðað við
fimm fyrstu mánuði ársins. En síðustu 7 mánuði árs-
ins 1950, cflir að jarðræktarlögin öðluðust gildi, fá
þeir greidda % launa úr ríkissjóði samkvæmt hinum
nýju jarðræktarlögum.
Vegna setningar hinna nýju jarðræktarlaga voru
allir trúnaðarmenn Búnaðarfélagsins kallaðir til fund-
ar í Rcykjavík, sem liófst 27. nóvember 1950 og stóð
yfir til 6. des. 1950. Voru á fundi þessum tekin til
meðferðar öll atriði, er varða störf trúnaðarmanna,
og tóku starfsmcnn félagsins þátt í fundunum og höfðu
framsögu um störfin ásamt fleirum, er sérþekkingu
höfðu um viss atriði. Á umræðufundunum var siðan
rætt um erindin og starfið, til þess að sem bezt sam-
ræmi fengist i framkvæmd matsins.
Fundi þessa sóttu 18 trúnaðarmenn í jarðrækt og
2 héraðsráðunautar í búfjárrækt. Landbúaðarráðu-
neytið styrkti þátttakendur til að sækja námskeiðið
með fjárframlagi, er nam sem næst ferðakostnaði.
Búfjárrækt.
Nokkur búnaðarsamböndin hafa sinnt búfjárrækt-
inni meira þcssi tvö ár en áður hefur verið. Nautgripa-
1