Búnaðarrit - 01.01.1951, Side 284
282
BÚNAÐARRIT
gerði það í ár. Enn frcmur væru búin víða svo lítil,
að með þeim búskaparvenjum, sem viðgengjust, mættu
þau ekki minnka, ef fjölskylda ætti að geta lifað á
þeim. Loks var á það bent, að einmitt vegna smæðar
búanna og þess, að menn fyndu, að þau mættu ekki
minnka, væri mikil hætta á, að illa yrði sett á, og gæti
þá svo farið, að grípa yrði lil ráðstafana til að reyna
að bjarga skepnum frá felli síðar, sbr. 1949, og inætti
svo fara, að það yrði erfitt viðfangs. Því var ráðherra
beðinn að taka til athugunar, livort ekki væri strax í
haust ástæða til að rannsaka ástandið og gera ráð-
stafanir lil þess að nægur fóðurbætir yrði til í land-
inu.
Á aðalfundi Stéttarsambands bænda, cr haldinn var
að Kirkjubæjarklaustri litlu síðar, var málið tekið
upp af fulltrúum Austfirðinga og gerðar um það sam-
þykktir til landbúnaðarráðherra.
Með bréfi 8. sept. fól ráðherra búnaðarmálastjóra
og Árna G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúa, „að fram-
kvæma rannsókn á heyskaparástandinu í umræddum
héruðum, svo og hverjar færar leiðir væru til úrbóta
á því sviði, svo og um hvað til er af fóðurbæti í land-
inu, hvað mundi þurfa að flytja inn af þeim vörum
og á hvern liátt sé hægl að gera bændum fært að afla
sér nauðsynlegs fóðurbætis, án þess að til öfga leiði
um notkun hans og fyrir fjárhag bændanna, sem í
hlut eiga“.
Þeir Páll og Árni ferðuðust síðan um svæðið og tóku
skýrslur um heyfenginn cins og hann var um rétta-
leytið, en þá var enn mikið úti af heyjum víða, og
náðist sumt af því aldrei, en meginið náðist inn um
vcturnætur og þá stórhrakið.
Eftir tillögum þeirra var þegar flutt inn um 4000
tonn af fóðurbæti fram yfir það, sem ætlað hafði verið,
og hefur ineginhluti þess farið á óþurrkasvæðið.