Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 285
BUNAÐARRIT
283
Þeim taldist svo til, að það mundi þurfa að kaupa
fóðurbæti fyrir 18—19 milljónir króna til gjafar með
heyjunum á óþurrkasvæðinu, ætti að setja álíka marg-
ar skepnur á og vant væri og ætla þeim líkt fóður inni.
Slíkt væri mörgum bændum um megn, og lægi ekki
annað fyrir þeim en að fækka búfénu verulega, ef
þeim yrði ekki gert kleift að kaupa fóðurbæti til að
gefa með heyjunum og jafnvel hey, þar sem ástandið
væri verst. Stjórnarráðið tók á málinu mcð miklum
skilningi og útvegaði 4.5 milljón króna lán sem sum-
part var veitt hreppsnefndum sem óafturkræfur styrk-
ur til að skipta milli þeirra, sejn verst væru stæðir
með fóðurforða, og ekki hcfðu getu til að kaupa fóður
af eigin rammleik, en sumpart sem lán, og þá ætlast
til, að hreppsnefndirnar lánuðu aftur til þeirra, sem
illa væru stæðir með fóðurforða og hefðu ekki mögu-
leika til annarrar lántöku.
Þar sem framlag ríkissjóðs var ekki nema %, af
því, sem ætla mátti, að fóður fénaðarins á svæðinu
kostaði fram yfir það venjulega, þótt burt væri litið
frá því, að öflun þeirra litlu og lélegu heyja, sem til
voru, væri margfalt dýrari en venjulega, ákvað Stétt-
arsamband bænda að gangast fyrir samskotum til að
létta lífsbaráttu bagndanna á óþurrkasvæðinu og
tryggja að þeir gætu haldið bústofni sínum sem
minnst skertum. í gegnum Búnaðarfélag íslands og
Stéttarsambandið hefur síðan verið útvegað hcy eftir
pöntun hreppsnefnda og fóðurbirgðafélaga, og er þeg-
ar búið að scnda mikið, en nokkuð er enn ósent.
Margir bændur, sérstaklega í Þingeyjarsýslum, keyptu
sjálfir hey í Eyjafirði. Eftir því sem ég bezt veit um
magn þess, þá hefur verið flutt og pantað hey á ó-
þurrkasvæðið sem hér segir:
I Suður-Þingeyjarsýslu ............. 1529 hestar
- Norður-Pingeyj-arsýslu ........... 1470 —