Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 286
284
B U N A Ð A R R 11'
I Norður-Múlasýslu ................. 3643 hestar
- Suður-Múlasýslu .................. 1395 —
- Árneshrepp í Strandasýslu .......... 52 —
Alls 7889 hestar
Af fóðurbæti hefur líka verið keypt nijög miklu
meira, og um áramót er lcominn á svæðið fóðurbætir,
sem lcostar um 11 millj. kr. meir en fóðurbætirinn,
sem notaður var síðastliðið ár.
Margsinnis hefur það, m. a. frá Búnaðarfél. Islands,
verið hrýnt fyrir forðagæzlumönnum á svæðinu að
reyna nú að tryggja góðan ásetning, svo að ráðstaf-
anir þær, sein gerðar hafa verið, komi að notum, allt
gengi vel fram og menn hafi fullan arð af skepnun-
um. Velur hefur lagzt að með óvenjulegum hörkum,
og sker reynslan nú úr um það, hvort menn hafa nú
gætt þess að hafa ásetning öruggan, en vissa er fyrir
því, að þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið, gera
ásetninginn öruggari en hann hefði ella orðið, hvernig
sem reynsla^i verður með skcpnuhöldin, þegar far-
dagarnir koma.
Athugun á súgþurrkun.
Búnaðarsamband Suðurlands ritaði Búnaðarfélag-
inu og fór fram á, að það legði lil mann með fag-
þekkingu, er ásamt tveim mönnum frá búnaðarsam-
bandinu færi um Suðurland og athugaði og bæri sam-
an heygæði hjá mönnum, er hefðu súgþurrkun, ef
vera mætti, að það gæti orðið til þess að leiða í Ijós,
á hvern hátt súgþurrkun yrði bezt framkvæmd.
Þar sem slíkar athuganir hafa ekki verið gerðar
áður, nema þær, sem þeir Pétur Gunnarsson og Jó-
hannes Bjarnason gerðu fyrir nokkrum árum, þótli
sjálfsagt að verða við þessari ósk, og var Hjalta Páls-
syni landbúnaðarverkl'ræðing falið að taka þátt í
þessum athugunum af hálfu Búnaðarfélagsins. Skýrsla