Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 302
300
BÚNAÐARRIT
síðan. Mestur hlutinn af þýzka verkafólkinu, sem er
hér á Iandi enn, er þó við landbúnaðarstörf, meðal
annars hafa milli 50 og 60 þýzkar stúlkur gifzt ís-
lenzkum karlmönnum, aðallega bændum.
Þessi tilraun til þess að bæta úr verkafólksþörf
landbúnaðarins með innflutningi á þýzku fólki hefur
leitt í ljós, að það er ekki æskileg leið. Fólkið, sem
inn var flutt, hefur þó reynzt eins vel og húast mátti
við og sumt ágætlega. Að vísu rcyndust nokkrar per-
sónur mjög illa, en við slíku mátti búast úr jafn-
fjölmennum hóp útlendinga, sem ráðnir voru í skyndi,
enda var í sumum atriðum ekki fylgt óskum Búnaðar-
þings, t. d. um aldurslágmark og verkkunnáttu íolks-
ins. Bagalegt reyndist, að verkkunnátta þessara hjúa
til sveitavinnu var lítil scm engin, en gott fólk getur
venjulega lært algenga sveitavinnu, og munu sum
hjúin, er lítt kunnu til verka, hafa lært þau furðu
fljótt og reynzt vel.
Kostnaður og fyrirhöfn við útvegun og flutning
þessa fólks reyndist meiri en gert var ráð fyrir, þótt
í hvivetna væri reynt að gæta sparnaðar.
Eftir því sem næst verður lcomizt eru enn hér á
landi um 190 manns af þessu þýzka verkafólki. Lík-
legt er, að allmikill hluti þess muni fá leyfi til að
dveljast hér á landi lengur en þau tvö ár, sem upp-
haflega dvalarleyfið gilti fyrir, auk þess sem rúml.
% hluti þess er nú þegar orðnir íslenzkir ríkisborgarar
vegna hjúskapar.
Búnaðarfélagið óskar, að þessu fólki megi vegna
hér vel.
Lokaorð.
Það hefur komið í minn hlut að rita skýrslu þessa,
enda þótt ég hafi ekki verið búnaðarmálastjóri nema
stultan tíma af þeim tveim árum, sem skýrslan nær
yfir. Því má búast við, að eitthvað kunni að vanta