Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 313
BÚNAÐARRIT
311
þcss og grciða gölu þess i hvívetna, eftir því sem kost-
ur væri á. I þetta starf eyddi ég mjög miklum tíma
og Gunnar Árnason lika. Fólkið var að smá koma til
landsins allt sumarið, þótt langflesl kæmi í júníbyrj-
un. Fyrir því þurfti að greiða á ýmsan hátt og koma
því með bifreiðum, flugvélum og skipum út um allt
land. Fjölda fyrirspurna þurfti að svara, margar um-
kvartanir bárust frá húsbændum og hjúum, bæði
munnlegar og slcriflegar. Reynt var að leysa öll ágrein-
ingsatriði með samkomulagi við viðkomandi aðila.
Tókst það í flestum tilfellum, en oft eftir mikla fyrir-
höfn. Naut ég þar ágætrar aðsloðar frú Salome Nagel,
sem var túlkur fyrir okkur, og fleiri. Kann ég henni
og því fólki öðru, sem aðstoðaði okkur, heztu þakkir
fyrir hjálpina. Allmörg mál varð þó að leggja fyrir
gerðardóminn. Voru alls tekin fyrir 18 mál i honum
frá því hann var skipaður til ársbyrjunar 1950, en
þá hvarf ég úr honum, er ég fór lil Bretlands 10. jan.,
en Gunnar Árnason var þá tilncfndur af Búnaðarfé-
laginu, til þess að taka sæti mitt í gerðardóminum.
Átta vistráðningarsamningar voru úr gildi fclldir af
gerðardóminum á árinu 1949. Með aðstoð ráðuneytis-
ins og útlendingaeftirlitsins tókst að senda úr landi
allt það þýzka verlcafólk, sem gerðardómurinn lagði
til, að vísað yrði úr landi vegna vistrofa eða annarra
vanefnda á vistráðningasanmingi, sem orsakaði, að
samningurinn var úrskurðaður úr gildi felldur. Sömu-
lciðis fengu nokkur hjú sig lcyst úr vist með sam-
komulagi við húsbændur sína til þess að hverfa heim
til Þýzkalands aftur.
Dvöl í Bretlandi frá 10. jan. til 21. ágúst 1950.
Sumarið 1948 sneri prófessor John Hammond M.A.,
D.Sc., F.R.S., við búnaðardeild háskólans í Cambridge,
sér til mín bréflega og spurðist fyrir um það, hvort ég