Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 333
BÚNAÐARRIT
331
vcl séðar, cn þær eru dýrar, og því hlýtur magn þeirra
að takmarkast af þeirri ástæðu.
Upplag blaðsins hefur verið rúmlega 4000 eintök bæði
árin.
Blaðið skiptist svo sem hér segir: 1949 4959
Lesmál, ásamt myndum, samtals síður . . 378 346
Kápusíður, myndir og auglýsingar ........... 82 82
Efnisyfirlit ............................... 4 4
Árið 1940 rituðu 59 höfundar í Frey undir nafni, en
auk þess ritstjóri og annálsritarar, eða 69 samtals, en
1950 voru tilsvarandi tölur 58 og 68. Með spurningum
og svörum hafa miklu fleiri hai't aðild að blaðinu.
Allar bréfaskriftir varðandi Frey hcf ég haft á hendi.
2. Útihúsanefnd.
Nefnd sú, sem Búnaðarfélag íslands kaus 1945 og
þá var nefnd húsbygginganefnd og átti að gera tillögur
um byggingu útihúsa í sveitum, hefur nú breytt um
nafn, síðan húsbygginganefnd Búnaðarfélagsins var
skipuð, og kallast hin fyrrnefnda útihúsanefnd. í þess-
ari nefnd licf ég verið frá upphafi. í janúar 1949 var
fundur haldinn í nefndinni, en síðan ekki. Eigi að síð-
ur hef ég, að nokkru ásamt Þóri Baldvinssyni, unnið
áfram að athugunum slíkra bygginga, og höfum við
Þórir stöðugt haft samvinnu um ýmis atriði varðandi
þær. Meðal annars hefur Teiknistofa landbúnaðarins
gert uppdrætti i samræmi við gerðar samþykktir úti-
húsanefndar, eftir því sem unnt hefur vcrið að fylgja
þeim. Nokkur reynsla er og fengin, og mun meiri fást
á komandi árum, um réttmæti þeirra nýunga, sem
ráðlagt hefur verið að hagnýta.
Nefndin hafði gengið frá ritlingi sncmina á árinu
1949, og er hann fullbúinn til prentunar. En sökum
pappírsvandræða dróst útkoma hans, og þar sem svo
fór, hefur þótt ástæða til að bíða ögn með útgáfu hans,