Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 342
340
B Ú N A Ð A R R I T
Þá var ég fáum dögum síðar fylgdarmaður 60 sunn-
lenzkra húsmœðra í tveggja daga ferð um Borgarfjörð,
einnig í bezta veðri. En þess get ég hér, því þó að minna
sé rætt um ferðir húsmæðra en bænda, eru þær ekki
þýðingarminni, því að margar þeirra gera ekki víð-
reist um dagana, og er því mikil nauðsyn, að kunn-
ugur maður veiti þeim leiðsögn um fjarlæg héruð.
Hefur mér þótt leitt, hafi ég ekki getað sagt já við
beiðni um slíka fylgd.
Fyrir lá heiðni frá Minjasafni Austurlands, munir
þess eru nú geymdir á Skriðuklaustri, um að ég kæmi
þangað lil að ganga frá þeim, raða þeim til sýningar,
eftir því scm unnt væri. Ég lagði upp í þá ferð 30. júní
og fór norður um land með viðkomu á ýmsum stöð-
um, þar sem ég liafði verið beðinn að koma A'ið til að
ráðgast um ýmsa hluti, garðyrkju og annað. Á Skriðu-
klaustri kom ég safnsmunum fyrir í einu herbergi, og
tók það miklum slakkaskiptum, er ég liafði raðað
mununum svo scm ég bezt gat, á gólfi, í sýnipúltum
og á veggjum. Á safnið nú allmargt góðra muna, og
stendur von til, að það vaxi og eflist á komandi ár-
um. Ég fór til Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar vcgna
minjasafnsins, og söfnuðust nokkrir munir í þeirri
ferð. Er þess að vænta, að innan skamms verði hægl
að opna þennan vísi að byggðasafni fyrir gestuin, sem
koma að Skriðuklaustri. Heim kom ég úr þessari ferð
31. júlí. í ágúst fór ég í 6 daga ferð í Vestur-Skafta-
fellssýslu til leiðbeininga.
Fyrirhugað er, að byggðasafn skuli vera í Glaum-
hæ í Skagafirði, og hefur gamli bærinn þar verið end-
urhyggður. Er það víst einn liinn stærsti af gömlum
torfbæjum norðanlands.
Beiðni hafði komið um, að ég kæmi þangað til að-
stoðar við að koma gömluin munuxn fyrir í bænum,
og lagði ég af stað i þá ferð 7. september. Er ég kom
norður, var fátt hinna gömlu muna komið að Glaum-