Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 348
346
BÚNAÐARRIT
Tún og engi tæplega í meöallagi sprottin um mánaða-
mót vegna þurrka. Júlí mjög rakviðrasamur, þótt úr-
koman væri aldrei stórfelld. Sláttur hófst víða frá 8.—
10., og var þá komin ágæt spretta. Heyskapartið var
mjög ervið, þvi að þurrkar voru stuttir, og þess vegna
voru mikil hey úti víða um mánaðamótin næstu.
8. júli gerði mikið veður á austan, og skemmdi það
víða kartöflugras. Bygg og hafrar settu öx 12.—25.
s. m. Mán. rúml. í meðallagi hlýr.
Ágúst. Hið sama tíðarfar hélzt fram að 17. og var
í júlí, en svo komu langvarandi þurrkar, er hættu
mjög úr þeim vandræðum, er áður voru húin að vera.
17.—20. ágúst var allveðrasaint, og varð dálítið korn-
fok á Dönnes- og Eddubyggi. Ekki varð korn fullþroska
í mán., en grasfræ náði fullum þroska, en þó með
seinna móti. Mán. rúmlega í meðallagi hlýr og sól-
ríkur i mesta lagi.
September var með óvenjulega góðu líðarfari. Noldc-
uð veðrasamt fyrstu dagana, en svo stillur og hin á-
kjósanlegasta tíð fyrir öll síðsumarstörf. Náðust öll
hey eftir hendinni og var víðast allkyrrt um 20. sept.
Bygg varð fullþroska 6. sept. og hafrar 15.—30. Víð-
ast náðust kartöflur upp úr görðum í mán., og allgóð
uppskera. Engrar myglu varð vart, en vottaði fyrir
stöngulvciki. Mán. í meðallagi hlýr með óvenjulega
lítilli úrkomu.
Haustið (okt. nóv.). Október nokkuð úrkomusamur
á köflum, en með þurrviðrisköflum, svo að öll úti-
störf komust vel áfram, kornuppskeru lault 4. okt.,
og tókst vel með að þurrka og visa kornstöngina. Inn-
akstri á korni var lokið 24. okt. Kýr voru teknar á
fulla gjöf 25. og til mánaðarloka. Frost varð ekki telj-
andi, aðeins stirðnandi 8,—-11. og 17.—18. s. m., en
alltaf þýð jörð, svo að jarðvinnsla var auðveld. Veður
voru einkum 12. og 27.—29., er olli nokkrum skemmd-