Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 352
350
B Ú N A Ð A R R I T
Það hefur ekki brugðizt, að landið hefur verið vel
gróið að hausti, þegar byggið liefur verið uppslcorið,
og af þessu kornlandi fengust 12—25 tunnur byggs
og 3500 kg hálmur af ha. Bygg hefur á þennan liátt
reynzt vel sem skjólsáð, en hafrar ræktaðir á sama
hátt hafa skilað verr grónu túni. Áður notaði ég ekk-
ert skjólsáð við túnræktina, en féklc lítinn afrakstur
af túninu sáðárið, en með því að nota bygg til þrosk-
unar sein skjólsáð fæst miklu meiri arður af landinu.
Með því að sá snemma korni og fræi ræðst betur við
arfann en ef sáð er seint á vorin, og uppskeran verður
verðmætari en gras og arfarubb, sem einungis er hægt
að verka til vetrarfóðurs í votheysgryfjum.
Þessi reynsla mín bendir ákveðið í þá átt, að korn-
yrkju má tengja við túnræktina og fá þar með fjöl-
breyttara fóður af Iandinu en ella. Þótt engin forrækt
sé notuð, er kornrækt sama árið og grasfræinu er sáð
rétlmæt og framkvæmanleg mjög viða á landinu. Til-
raunir, sem gerðar voru hér á Sámsstöðum fyrir nokkr-
um árum, sönnuðu, að óþreskt korn lil gjafar handa
mjólkurkúm getur alveg komið í staðinn fyrir inn-
fluttan kornmat. Það er því augljóst, að kornrækt og
það án þreskivéla, getur komið í góðar þarfir.
Grasfrærækt.
Bæði árin hefur aðeins 1 ha. lands borið þroskað
grasfræ og fræframleiðslan verið af 3 tegundum, tún-
vingli, liásveifgrasi og háliðagrasi. Fræmagnið, sem
komið hefur af þessu landi, hefur orðið með minna
móti, því að bæði árin 1949 og 1950 hafa verið óhag-
stæð grasfrærækt vegna votviðra í júlí og fram í ágúst.
Grasfrærækt stöðvarinnar hefur dregizt saman síðari
árin vegna þess, hvað öll vinna er nú dýr, en við fræ-
rækt þarf mikla vinnu. Haldið hefur verið áfram úr-
vali í túnvingli, og eru nú stofnarnir ræktaðir hæði