Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 355
BÚNAÐARRIT
353
misjafnara grómagni og kornþyngd en byggið, og staf-
ar það, einkum siðara árið, af í'rosti, er koma á h'afr-
ana vota, og einnig kemur hér til greina verri þurrk-
un en á bygginu. Að öðru leyti þarf þetta yfirlit ekki
frekari skýringa. Þau 5 byggafbrigði, sem hér eru
greind, er búið að rækta í tilraunastöðinni og víðar
i 6—24 ár, og það er komin alveg örugg reynsla um
nothæfi þeirra til ræktunar. Sérstaklega aíI ég benda
á, að sigurbyggið er mjög öruggt að ná þroska hér á
Suðurlandi, ef því er sáð snemma í haustplægða jörð.
Hefur það í ári eins og 1949 gefið 18 tn. af ha af korni,
en 1950 um 26 tn. af ha. Hin afbrigðin hafa öll gefið
minni uppskeru, aðallega vegna kornfalls, en sigur-
byggið þolir ágætlega vindasama veðráttu og fellir ekki
korn úr öxum sínum, þó að vindar gnauði á því.
Flojabyggið og Dönnesbyggið á efalaust betur við
ræktunarskilyrði norðan-, vestan- og austanlands,
vegna þess að þau þroskast fyrr. Flojabygg þolir bet-
ur veður en Dönnesbygg og Eddubygg, en gefur lield-
ur minni uppskeru miðað við ekkert kornfok.
Af höfrum munu Svalöf orionliafrar og Sv. Same-
hafrar vera öruggastir með góða kornþroskun. Þessi
tvö hafraafbrigði eru með ágætu mjÖlríku korni, en
dökku hýði. Strástífir og gefa góðan og ætilegan hálm.
Uppskera frá 12—25 tn. korn af ha. auk 4—5 þús. kg
hálms.
Niðarhafrar þroskast ekki fyrr og eru erviðari í rækt-
un vegna þess, hvc gjarnt þeim er að leggjast i legu,
en það torveldar uppskeruvinnuna.
Kornyrkja annarsstaðar.
Sein að venju hefur bæði vorin verið selt kornút-
sæði frá stöðinni. Vorið 1949 var selt á Suður- og Suð-
vesturland i 27 slaði 1653 kg hafrar og 3258 kg bygg,
eða samtals 6852 kg. Samsvarar þetta útsæði i 35 ha
23