Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 356
354
BÚNAÐARRIT
lands. Eflaust hefur mikið af þessu útsæði verið not-
að til grænfóðurs. En vitað er, að víða var því sáð til
þrosltunar, og gildir það einkum byggið. Sumarið 1949
var óhagstætt þessari rælctun víðast hvar, svo þrosk-
un varð fremur léleg. Vorið 1950 var selt á Suður-
landsundirlendið 2600 kg bygg og 251 kg hafrar. 1 aðra
landshluta 550 kg bygg í 5 staði. Samtals 3400 kg, og
samsvarar þetta litsæði í rúma 17 ha akurlendis. Þetta
útsæði hefur það ég til veit þroskazt ágætlega, og
hefur að mestu verið notað til þroskunar.
Kornyrkja hefur verið 2 s. 1. ár í Hlíð i Mosfells-
sveit og bæjum þar í kring. Á Skeiðum á Fjalli, Út-
verlcum og Blesastöðum, Birtingaholti og víðar í smá-
um stíl og nánast sem smá tilraunastarfsemi. Einnig
hefur kornyrkja verið á Víðivöllum í S.-Þing og fleiri
bæjum þar um slóðir. T. d. er Flojabyggið mjög ár-
vist í S.-Þing„ en ræktun þyrfti að aukast þar af þessu
afbrigði. Nú virðist vera aftur að aukast áhugi fyrir
kornyrltju, og tel ég það vel farið. Það verður bara að
styðja þá viðleitni betur en gert hefur verið áður.
Einkum þarf að gera þeim mönnum, sem byrja á
kornyrkju, kleift að fá nauðsynlegar vélar, svo sem
þreskivélar, sjálfbindandi sláttuvélar og kornmyllur.
Þurfa bændur að athuga það vel og gaumgæfilega, að
það þarf samlök og samvinnu um kaup og not slíkra
véla. Hygg ég, að víða gætu 3—5 bændur, er ræktuðu
2—3 ha hver, haft full not af einni vélasamstæðu.
En jafnhliða vélakanpum þarf að muna, að liaust-
vinnsla akurlendisins er fijrsta skihjrði þess, að vel
farnist með framleiðslu kornmatar á íslandi. Snemm
sáning, góð kornafbrigði og þekkt, ásamt hæfilegum
áburði eru þcir meginþættir, sem bgggja verður á.
Grænfóðurrækt.
Bæði árin liefur verið um % ha mcð belgjurtagræn-
fóðri, þar sem rúml. helmingur útsæðisins er ertur og