Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 357
BÚNAÐARRIT
355
fóðurflækja og svo hafrar. Úlsæðismagn á ha 100 kg
hafrar og 150 kg ertur og flækjur. Hefur þetta gras,
sem að x/3—% hefur verið með þessum einæru belg-
jurtum, verið notað til fóðurs fyrir mjólkurkýr 20—
25 kg á dag á kú. Bezt reynist mér að gefa græníoðrið
á beitilandið og ekki meðfram girðingum, en á víðan
völl, og liafa kýrlengdarbil milli hrúganna. Með þess-
ari aðferð sparast sú vinna, sem verður við að gefa
inni eins og víða tíðkast.
Með innigjöf grænfóðurs, einkum ef það er regn,
fer oft mikið til spillis, en með útigjöf á fyrrgreindan
hátt nýtist hvert strá. Það þarf að smila belgjurta-
fræið. Tilraunir, sem gerðar hat'a verið hér á Sáms-
stöðum, hafa sannað, að það borgar sig ágætlega.
Með ræktun hafrabelgjurtagrænfóðurs má að mestu
spara kjarnfóðurkaup yfir september og fram í miðj-
an olctóber, og það er mun bétra fóður en grænfóður
af höfrum einuin. Bæði árin hafa jafnhliða grænfóður-
ræktinni verið gerðar tilraunir með ertuafbrigði og
flækju auk smitunartilrauna á lræinu. Uppskera hef-
ur verið meiri, þar sem belgjurtum hefur verið sáð,
en höfrum einum. 100 kg hafrar og 200 kg ertur (mar-
morerlur) gaf s. 1. sumar 6400 kg af ha miðað við þurrt
hey og áburður 150 kg kali 60%, 200 kg þrifosfat og
100 kg kalksaltpétur. Hafrar gáfu 57 hesta með sama
áburði.
Kartöfluræktin.
Eins og að venju liefur verið rekin nokkur kartöflu-
rækt, en allt að Y3 af þeirri landstærð, sem hefur
verið ræktað með kartöflum, eru lilraunareitir. Helztu
tilraunirnar eru með karlöflual'brigði. Ræktuð voru
16 misgóð kartöfluafbrigði s. 1. sumar. Þá eru tilraunir
mcð útsæði frá 3 jarðvegstegundum og notuð 2 af-
brigði, Ben Lomond og Gullauga. Það skal sagt hér,
að enginn verulegur munur hefur fundizt enn þá, eftir