Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 360
358
BÚNAÐARRIT
Hafa tilraunastöðvarnar hinar 3 einnig tekið að sér
framleiðslu á stofnútsæði til framhaldsræktar. Það
má telja, að ekki sé hér stórt af stað farið, en þetta á
fj'rir sér að aukast, ef stefnt er að því að bæta út-
sæðisrælctina af þeim kartöfluafbrigðum, sem á hverj-
um tíma eru viðurlcennd þau beztu, má telja, að stefnt
sé að batnandi kartöflurækt.
Hraðþurrkun á grasi.
Gerðar voru allnálcvæmar rannsóltnir á sláttutíma
venjulegs túngróðurs sumarið 1948. Rannsóknir þess-
ar sýndu, að með þvi að fjórslá sama blettinn yfir
sumarið og bera ávallt á milli slátta, fékkst mjög nær-
ingarríkt hey, þannig að það gaf ekkert eftir að efnis-
innihaldi AlfaAlfa mjöli, sem hefur nú um nokkur ár
verið flutt inn til íblöndunar í kúafóðurblöndur. Gaf
þessi árangur tilefni til frekari framkvæmda. Vorið
1949 voru keypt til stöðvarinnar hraðþurrlcunartæki
frá Ameríku, og útvegaði þau Ágúst Jónsson raffræð-
ingur. Tæki þessi voru af All Crop Dries gerð og talið,
að hægt væri að fullþurrka 10 hesta heys á klst.
Vélar þessar samanstanda af vagni, sem er 14 feta
langur, 6 feta breiður og 5 feta hár kassi, sem er fyrir
heyið. Innan í vagninum miðjum er járnnetsgrind,
kassa-Iaga, 60 cm brcið og 90 cm h. En til hliðanna í
vagnkassanum er þétt virnet, scm fest er á lista inn-
an á hliðum kassans. Grasið, sem sett er í vagninn til
þurrkunar, er látið báðum megin við járnnetsgrindina
og yfir hana.þó ekki meir en að ofan á henni sé graslag-
ið ca. 50 cm þykkt. Blásari með hitaofnum, er brenna
hráolíu og vindviftu, er framleiðir 23000 rúmfet á
mínúlu. Frá blásara og að þurrkvagni eru hafðir 3
m, en blásari er tengdur við vagninn með seglhólk.
Vindviftan knýr loftið inn í vagninn, og er það uni
75—80 C° heitt. Loftið síast svo í gegnum heyið bæði
til hliðanna og upp úr heyinu.