Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 362
360
BÚ NAÐARRIT
reynzt ágætlega hjá mér. Reyndist lieyið það bezla,
sem ég hef haft undanfarin 14 ár.
Votheysþvinga þessi er þannig gerð: Innan á gagn-
stæðar liliðar gryfjunnar eru festir 2 og 2 járn-
stigar með þéttum sívölum rimlum. Þurfa stigar þess-
ir að ná allt niður á miðja veggi. Ofan á grasinu þurfa
að vera 2%" þykkir hlerar, er falla út að öllum hlið-
um geymslunnar. Yfir hlerana eru settir tveir járn-
bitar, en endar þeirra falla inn í stigaþrepin, þannig
þó, að á endum bitanna eru járn, sem leika á gorm-
um og halda bitum föstum, eftir að þeim er þrýst niður
með þar til gerðri vogarstöng, en hún er með gripi,
er þumlungar bitaendana niður, þegar á stöngina er
þrýst. Það, sem vinnzt með þessum útbúnaði, er eink-
um það, að alltaf er hægt að herða á pressunni, eftir
því sem þurfa þykir, og það er mjög létt verk. Eins
er það, þó langur tími líði milli þess að ekið er í gryfj-
una, þarf ekkert að skemmast, og má því láta í gryfj-
una, án þess að skemma það, sem áður var sett í
hana. Auðvelt virtist mér að taka pressuna af og eins
að setja hana á, en gæta verður þess að herða á þving-
unni tvisvar til þrisvar sinnum á dag fyrst eftir að
sett hefur verið í gryfjuna. Gæta verður þess við
uppsetningu þessa pressuútbúnaðar að viðhafa alla
nálcvæmni á mælingu á þvermáli votheysgryfjunnar,
því að bitarnir verða að passa nákvæmlega.
Þessi útbúnaður til að þvinga niður gras í votheys-
gryfjum er að mínum dómi það bezta, er ég þekki,
en óneitanlega dýr, 3—4 þús. kr. á meðalgryfju.
Sandræktin.
Haldið hefur verið áfram mcð tilraunir og ræktun
í sandgræðslugirðingu stöðvarinnar á Rangárvöllum.
Bæði árin hefur verið sáð þar byggi og höfrum lil
þroskunar í 2 dagsl. fyrra árið, en 3 dagsl. síðara. Er