Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 363
B Ú N A Ð A H R I T
3(51
verið að gera athuganir á því, hve lengi er hægt að
rækta korn á sama stað. Engin jarðvinnsla er við-
höfð, en sáð í sandinn óunninn, því að tilraunir hafa
sýnt, að jarðvinnsla kemur ekki að því haldi, sem er
á venjulegri akurjörð á móa eða mýri. Virðist svo, að
t. d. á þriðja árs kornrækt á sama stað sáð á síðasta
árs kornstubb gefur betri vöxt en á sandinum við fvrsta
árs ræktun. En hve lengi eða mörg ár hægt verður
að sá í sama land óunnið, er ekki hægt að segja enn
þá. Kornræktin 1949 varð fullt cins góð á sandinum
og heima á Sámsstöðum og þroskaðist mun fyrr. Af
2 dagsl. fengust 1100 kg bygg og hafrar og 1600 kg
hálmur. 1950 var sáð í 3 dagsl. byggi og höfrum, þar
af 1 dagsl. í áburðartilraunum. Vegna ásóknar gæsa
og anda í kornið eyðilagðist áburðartilraunin ger-
samlega, svo að ekki varð unnt að uppskera kornið
sein tilraunir, cn athuganir síðast í ágúst sýndu, að
það er mikil l'osforsýruvöntun fyrir byggrækt á sand-
inum og köfnunarefnis, en kalí virðist lítt eða ekki
vanta.
Alls fcngust al' byggi og höfrum 1000 kg og um
1800 kg hálmur. Varð uppskeran minni nú í þetta
sinn en í fyrra, vegna þess, hve mikið það ódrýgðist
af kornáti l'ugla. Bæði árin liafa kartöflur verið rækt-
aðar, í 2400 ferm. 1949 og uppskera 35 tunnur, en
1950 í 4000 fcrm. og uppskera 64 tunnur. Kartöflur
vaxa allvel í sandinum, einkum ef notaður er búfjár-
áburður, en það hefur verið gert bæði árin. Kartöflu-
rækt er mun ódýrari í framkvæmd á þessari sandjörð
en í venjulegum móajarðvegi, því að hirðing og upp-
tekning er þar mun auðveldari.
Belgjurtagrænfóðurrækt hefur verið reynd á sand-
inum þessi ár og spretta orðið ágæt. Er eftir þeirri
reynslu, sem fcngin er, mjög auðvelt að rækta þenn-
an gróður þarna, ekkert síður cn á moldarjörð. Svartur
sandurinn getur gefið mikið fóður að hausti, ef í hann