Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 364
362
BÚNAÐARRIT
er sáð hafra-|-belgjurtafræi á vorin, og það eingöngu
með tilbúnum áburði. Jarðvinnsla er óþörf, svo að
þar sparast allmikill kostnaður við ræktunina.
Þessi ár hefur verið sáð grasfræi bæði til túnrækt-
ar og fræræktar í sandinn. Fyrra árið í 1 dagsl., en
síðara árið í 4 dagsl. Er nú allt graslendi innan girð-
ingarinnar rúmir 6 ha.
Grasfræi var safnað haustið 1949 innan girðingar-
innar bæði af ræktuðu grasi og óræktuðu, sem vex
í topjjum eftir sjálfsáningu. Var fræið aðallega af tún-
vingli og sandlíngresi, en það breiðir sig ört út eftir
friðunina, einkum þar sem sandurinn er lítið gróinn.
Sandfaxi hefur verið sáð innan girðingarinnar allt
frá 1941, og gefst það vel, ef það fær nægan áburð.
Stofn af þessu grasi frá Svalöv er dr. Áskell Löve út-
vegaði, virðist taka öðru grasi af þessari tegund fram,
þó er lítill munur miðað við þann stofn, er Páll Sveins-
son útvegaði og sáð var vorið 1945. Ekki hefur enn
tekizt að fá fullþroska fræ af sandfaxinu. Puntsetn-
ing lítil og léleg þroskun. Verður því að flytja fræið
inn, þótt dýrt sé. Haustið 1950 varð eigi unnt að safna
fræi vegna anna, enda minni fræsetning en fyrra
árið.
S. 1. vor var sáð innan girðingarinnar til tún- og
fræræktar þessum tegundum í 240 fermetra hverri
tegund: Túnvingli, hávingli, vallarsveifgrasi, axlinoða-
punti, língresi, sandvingli og íslenzkum túnvingli. Kom
fræið ágætlega upp og spratt allvel yfir sumarið. Voru
reitirnir vel grónir og loðnir í haust. Er tilraun þess-
ari stefnt að því að fá úr því skorið, hver af þessum
grastegundum ber fullþroska fræ og hve mikið miðað
við landstærð.
Ég hef nú s. 1. 10 ár gert nolckrar tilraunir og at-
huganir á Rangársandi, og þegar ég lít yfir farinn
veg, virðist mér, að þessi jarðvegur sé magur og þurfi