Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 370
368
B Ú N A Ð A R R I T
ina. Þegar svo stendur á, er jafnan ráðlagt að hagnýta
áburðinn þannig, að snertiflöturinn milli lians og jarð-
vegsins verði sem minnstur, því að áburðurinn þarf
í rauninni að „metta“ jarðveginn í námunda við hvert
áburðarkorn, áður en jurtirnar fá sinn skammt. Lítill
fosfórsýruskammtur á slíkt land er oft einskis virði,
enda sýnir tilraunin, að 40 kg af P2O5 á ha hafa verið
gagnslaus, aðeins orðið til þess að seðja liungur sands-
ins en ckki jurlanna.
: Á sandana ætti ekki að nota fosfórsýruáburð í duí't-
formi, heldur kornóttan, og þá í allstórum kornum.
Það yrði og tvímælalaust stór hagur að því að berá
fosfórsýruáburð á í röðum, þar sem því yrði við kom-
ið, svo sem við kornrækt og kartöflurækt.
Það er vitað, að ekki verður komizt hjá því að bera
mjög mikið af fosfórsýruáburði á sandana fyrstu
árin eftir að þeir eru teknir í rækt, og er þó að sjálf-
sögðu cngan veginn víst, að allir sandar séu jafn-
fosfórsýrufrekir og Geitasandur á Rangárvöllum. En
jafnframt virðist inega ganga út frá hinu, að fosfór-
sýruþörfin minnki smám saman eftir því sem lífræn
efni safnast í jarðveginn. Þetta atriði, sem fræðilega
er allflókið og raunar ekki ljóst, skal ekki rætt hér, og
ekki heldur getum að því leitt, hve ört fosfórsýru-
þörfin muni minnka. Fyrir því liggja engar tilraunir
og sáralitlar athuganir. En að sjálfsögðu er þetta þýð-
ingarmikið atriði í sambandi við endurræktun sand-
anna.
Tilraun IV.: Kalíþörf.
Tilraun þessi var tvíslegin á sama tíma og fos-
fórsýrutilraunin og fyrirkomulagið hliðstætt. Liður 5
er eins og liður 2 að öðru leyti en því, að á þann fyrr-
nefnda var kalíið borið 29. maí, en 13. maí á hina.
Uppskerutölur fyrir tilraunina eru færðar í eftirfar-
andi töflu á saina hátt og fyrir fosfórsýrutilraunina.