Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 377
BÚNAÐARRIT
375
stofnuðu f. h. Búnaðarfélagsins í hendur hestamann-
nnna, bauð ég sainstarf Búnaðarfélagsins og óskaði
mjög ákveðið eftir slílcu samstarfi. Nú hefur það hins
vegar sýnt sig á fyrsta ári sambandsins, að stjórn
]>ess hefur enga samvinnu við mig óskað að hafa,
heldur hefur hún farið sínu fram án nokkurra sam-
ráða við mig og' jafnvel ritað út uin landð bréf um
stefnur í hrossaræktarmálum og sett þar fram ákveðn-
ar skoðanir, sem stangast á við ríkjandi sjónarmið
Búnaðarfélagsins í þessum málum. Með samstarfi
hefði algerlega mátt komazt hjá slíkum mistökum.
Að vísu er þetta ekki alvarlegs eðlis, en þó nægjan-
legt til þess, að mér finnst ástæða fyrir Búnaðarfé-
lagið og Búnaðarþing að taka afstöðu sína til Lands-
sambands Hestamannafélaga til nánari athugunar.
Ég óttast, að möguleikar geti skapast fyrir því, að
forustan í Landssainbandinu geti tekið þá stefnu og
beitt sér fyrir, að framkvæmd hrossarækarinnar verði
falin sambandinu, en tekin af Búnaðarfélagi íslands
og þá fari hér eins og með ýmsa aðra þætti búnaðar-
málanna, sem samkvæmt öllum rökum og eðli mál-
anna eiga að vera undir yfirstjórn Búnaðarfélagsins,
að starfsemi þess verði klofin frá Búnaðarfélaginu.
Ég er þeirrar skoðunar, að stefna þessi sé röng og
muni leiða til þess, að Búnaðarfélagið leysist smátt
og smátt upp eingöngu af verkefnaskorti, þegar fé-
Iagasamtök skógræktarmanna, garðyrkjumanna, loð-
dýraeigenda, hænsnaeigenda, hestamanna og fl.
byggja sig upp og stefna að því að gera sig óliáð fag-
legum heildarsamtökum landbúnaðarins, sem er Bún-
aðarfélag Islands. Þegar ég vann að stofnun Lands-
sambands hestamannafélaganna var markmið mitt
fyrst og fremst það, að skapa samtök álnigamanna
um samstarf við Búnaðarfélagið, en mér kom alls
ekki til hugar, að skipun stjórnar þessa sambands
gæti orðið þannig, að slíku samstarfi yrði hafnað.