Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 379
B Ú N A Ð A R R I T
377
gæli fundið og byggt grundvöll fyrir nánu samstarfi
milli Búnaðarfélagsins og þessara heildarsamtaka
heslamanna í landinu, án þess að skapast þurfi tog-
streita milli félaganna og án þess að faglegri bygg-
ingu Búnaðarfélagsins verði ógnað með nokkurri
skerðingu. Þannig álit ég einnig, að Búnaðarþing
þurfi að endurskoða afstöðu sína til annarra félags-
samtaka ýmissa starfsþátta landbúnaðarins, s. s. loð-
dýraræktarinnar, garðyrkjunnar, skógræktarinnar,
bænsnaræktarinnar og fl.
Um starfsemi hrossaræktarinnar í landinu í frarn-
tíðinni miðað við hin nýju viðhorf, sem skapast hafa
á síðustu árum, vil ég segja þetta: Þar sem þörf
lyrir plóghesta eða þunga og öfluga dráttarhesta. er
að mestu leyti úr sögunni, álít ég að viðhorfin til
lirossaræktarinnar hljóti að breytast nokkuð frá því,
sem þau voru fyrir 10—15 árum síðan. Þungi „púls-
Iiesturinn“ er úr sögunni. Nú þarf fremur en nokkru
sinni áður að framleiða sterka, viljuga, léttvíga og
um fram allt geðgóða hesta. Þetta getur ágætlega
samrýmst markmiðum reiðhestaræktarinnar. Ég álít
því, að hinar almennu kynbætur eigi að miða að
því að rækta hesta til reiðar, flutninga og heyvinnu,
en þeir þurfa samtímis að hafa mjög öruggt tauga-
kerfi og góða lund. Þetta mundi einnig lienta út-
flutriingsmarkaðinum, ef um slikan markað getur
orðið að ræða í framtiðinni, en sá markaður gerir
og mun ávallt gera nokkuð miklar kröfur til ákveð-
innar stærðar hcstanna og samræmds útlils og sam-
ræmdrar gerðar. Þessi markaður krefst hesta, sem
eru að stærð 53%—56 þuml. eða 130—137 cm á
slöng. Þetta munu flestir einnig álíta mjög æskilega
stærð reiðhesta, og minni hesta álít ég, að við eig-
um ekki að rækta, nema sérstakar ástæður séu lil
að nota slíka gripi um slund vegna annarra mikil-
vægra kosta.