Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 382
380
B Ú N A Ð A .R R I T
slarfi og Búnaðarfélag íslands tók við rekstri skrif-
stofunnar.
Undirritaður, sem áður hafði starfað við skrifstof-
una á vegum Guðmundar, var nú ráðinn til að ann-
ast rekstur hennar, og hefur verið reynt að halda
áfram á sama hátt og starfað var síðustu árin áður.
Búreikningaskrifstofunni bárust 35 búreikningar
fyrir árið 1947—1948, en væntanlega koma 20 bú-
reikningar fyrir árið 1948—1949.
Flestir búreikningar, sem berast koma úuppgerðir
og einnig hef ég fært aðalviðskiptareikning í marga
þeirra.
Töluvert hef ég ferðast um meðal bænda þessi ár,
og leiðbeint við færslu búreikninga, þó erfiðlega
gangi að lialda tölunni i horfinu, stafar það að sumu
leyti af því, að menn sem áður böfðu voruppgjör,
eru nú að hætta því og miða nú uppgjörið við ára-
mót, og fellur þá búreikningur niður eitt ár hjá þeim.
Um starfið að öðru leyti vísast til „Skýrslu um
niðurstöður búreikninga“, sem Búnaðarfélag íslands
gefur út árlega.
Síðastliðið sumar mætti ég á nautgripasýningum
á Vesturlandi. Á sýningarnar lcom ekkert naut, svo
gamalt, að það kæmi til greina með I. verðlaun, en
14 naut fengu II. verðlaun, af þeim voru 6 undan
Búa, sem notaður var í Bæjarbreppi i Strandasýslu.
Búi, sem var í föðurætt af Kluftakyninu, er nú fall-
inn, en undan honum eru til margar vel byggðar og
nytháar kýr.
Alls fengu 42 kýr I. verðlaun. Flestar í hrepp voru
9, í Bæjarhreppi, og af þeim voru 7 dætur Búa.
I Mýrarhreppi fengu 7 kýr I. verðlaun og af þeiin
voru 4 undan Brandi frá Haga í Aðaldal.
Sýningarnar voru yfirleitt ekki vel sóttar og á
Vesturlandi eru margir hreppar, þar sem engin naul-
griparæktarlelög eru starfandi. Er skiljanlegt að