Búnaðarrit - 01.01.1951, Síða 385
BÚNAÐARRIT
383
Gera má ráð fyrir, að ráðningar, bæði á skrifstof-
nnni og utan hennar, séu eitthvað vantaldar og „Án
úrlausnar” oftalið að sama skapi, því að jafnan
verður, á báða bóga, vart nokkurrar tilhneigingar til
að fara á bak við ráðningaskrifstofuna og á það
sennilega við um þá bændur, sem afturkalla. Þessa
gætir þó meira hjá verlcafólkinu, en er að sjálfsögðu
gersamlega ástæðulaust, fyrir hvoru tveggja aðilana.
Framanskráðar skýringar og athugasemdir eiga
jafnt við töflu I og II.
Prósentutölurnar í aftasla dálki beggja taflnanna
sýna í efri hlutanum hlutfallslega skráningu bænda
í hverjum mánuði, en i neðri hlutanum hvernig ráð-
ist hefur úr beiðnum þeirra. Sézt þá, að um 55—
56% bændanna fá úrlausn á ráðningastofunni, svo
fullvíst sé, fyrra árið telst svo, að um 11% bænd-
anna ráði sjálfir og um 20% síðara árið, en þar
við má þó sennilega bæta þeim við flestum, sem þá
teljast hafa afturkallað, svo sem áður er á bent.
Fyrra árið telst sem mest þriðjungur án úrlausnar,
en ríflega fimmtungur hið síðara. Þessi verulegi mun-
ur kcmur sennilega til af því, að meira eða minna
leyti, að skrifstofunni hafi þá tekizt betur en áður
„að fylgjast með gangi málanna“, enda lial'ði hún nú
eigin síma. Einnig má benda á, að síðara árið var
framboð verkafólks, miðað við tölu skráðra bænda,
lilutfallslega meira, svo að þá var úr meiri „birgðum“
að velja, sennilega þó ekki vegna þess, að hugur
verlcafólksins horfði nú til sveitanna meira en áður,
heldur hins, að atvinnuhorfur í „bænum“ voru dauf-
legri en áður, af ástæðum, seni hér þarf ekki að
relcja.
Á töflu III og IV er sýnt framboð verkafóllcs og
livernig úr þeim rættist, eftir því sem unnt var að
fylgja því eftir.
Efri hluti hvorrar töflu sýnir fyrir hvern mánuð