Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 391
BÚNAÐARRIT
389
Athugun um súgþurrkun á Suðurlandi.
Á útmánuðum 1950 var gerð allýtarleg athugun
a þvi hvaða reynsla hefði fengizt um súgþurrkun á
Suðurlandsundirlendinu, frá því að byrjað var að
súgþurrka hey og fram til þessa árs. Þetta var gert
fyrir atbeina stjórnar Bs. Sl. og með aðstoð B. í.
Við þessa athugun voru jafnan þrir menn, þeir
IJjalti Pálsson, framkvæmdarstjóri h.f. Dráttarvéla,
lilnefndur af B. 1., einn stjórnarmeðlimur úr stjórn
Bs. Sl. til skiptis, og Hjalti Gestsson, ráðunautur
Bs. Sl. Farið var heim á 47 bæi, sem höfðu súg-
þurrkun, gerð athugun á hverjum stað og skráð um-
sógn ábúandans um súgþurrkunina. Auk þess voru
heimsóttir á milli 10 og 20 bæir, sem höfðu ekki
súgþurrkun til þess að átta sig á til samanburðar,
hvernig menn væru settir, sem enga súgþurrkun hafa.
Þeir bæir, sem heimsóttir voru, voru valdir al' handa-
liófi, að öðru leyti en því, að leitast var við að liafa
þá sem dreifðasta, og umfram allt að láta athugun-
ina ná til sem ólíkastra staðhátta, bæði livað veður-
far og aðrar aðsta:ður snerti. Gerð var athugun á
1 bæ fyrir austan Mýrdalssand, 9 bæjum í Mýrdal,
9 bæjum í lágsveitum Rangárvallasýslu, 12 bæjum
í Flóanum og 16 bæjum í uppsveitum Árnessýslu.
Hér á eftir skal nú leitast við að geta um það
helzta, sem þessi athugun leiddi í ljós.
1. Iivcð segja bændurnir um reynslu sína af súg-
fturrkuninni? Allir þeir bændur sem við hittum,
töldu sig hafa haft hag af því að koma upp súg-
þurrkun hjá sér. Að dómi flestra þeirra var aðal-
ávinningurinn vinnusparnaður við heyskapinn.
Allt að fjórði hluti bændanna sagði að í meðal
sumri væri allt að því helmings vinnusparnaður við
að súgþurrka, miðað við að fullþurrka heyið úti.