Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 392
390
BÚNAÐARRIT
Flestir giskuðu þó á, að vinnusparnaður væri %
Iiluti, og allir töldu þeir verulegan vinnusparnað að
súgþurrkuninni.
Þá var að áliti margra bænda mjög mikill ávinn-
ingur að því, hvað heyskapurinn gengi hraðar, þegar
væri súgþurrkað, en það fyrirbyggði að túnin yrðu
yfir sig sprottin í óþurrka sumrum. Þetta og vel
lieppnuð súgþurrkun var orsök þess, að dómi flestra,
að súgþurrkuð hey væru betri og að sumra dómi
miklu betri en hey, er fullþurrkuð væri úti. Sumir
töldu, að þeir þyrftu engan fóðurhæti með súgþurrk-
uðu heyjunum, en aðrir töldu sig geta sparað hann
verulega án þess að tapa nokkrum afurðum.
Flestir hændur töldu súgþurrkunina auka mjög á
öryggi búskaparins. Súgþurrkunin fyrirbyggði hey-
hruna, sem hefur verið og er tíður í sumum sveit-
um, þar sem votviðrasamt er og heyfall kraftmikið
og smágert. Þá tryggði súgþurrkunin sæmilegan hey-
skap, næstum því hversu mikil óþurrkatíð sem væri.
Súgþurrkunin gerði heyskapinn léttari og auðveldari
og svipti af hændum miklum áhyggjum.
Til voru þeir bændur, sem töldu sig hafa fengið
allan kostnað við súgþurrkunina greiddan fyrsta árið,
þar sem hún hafi forðað þeim frá fóðurtapi í hrakn-
ingsveðráttu og skapað þeim mikið, ódýrt og gott
fóður, þegar aðrir, sem höfðu ekki súgþurrkun höfðu
litið, dýrt og vont fóður.
2. Heygæði súgþnrrkaðs heys. Eins og kunnugt
er, var sumarið 1949 með erfiðustu heyskaparsumr-
um hér sunnanlands. Þó fpr svo, að heymagn mun
hafa verið í meðallagi að vöxtum, cn heygæði með
lakasta móti. Engin tök voru á þvi að meta heygæði
súgþurrkaðs heys með því að taka fóður-sýnishorn
og láta efnagreina þau. Til þess hefði þurft að taka
mjög mörg sýnishorn á hverjum stað, og eftir sem