Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 400
398
B Ú N A Ð A R R I T
ýmsu aflvélar höfðu reynzt mjög misjafnlega hvað
cndingu og viðgerðarkostnað snerti. Skal nú reynt
að gera nokkra grein fyrir þessu.
Dieselmóiorar: Tveir 16 ha. mótorar drifu allt að
22000 f3 (teningsfet á minútu) blásara. Hafa aldrei
bilað, reyndust vel.
Þrír 11—12 ha. cub. Hafa aldrei bilað. Einn þeirra
tregur í gang og vill hitna.
Sex 7—9 ha. Viktor, drífa allt að 18000 f3 blás-
ara. Þrír hafa brætt úr sér, tveir ganga of hcitir,
en 1 reyndist ágætlega, hann drífur 16000 f3 blásara.
Einn 5—7 ha. Viktor, drífur 8100 f3 blásara, hefur
reynzt vel.
Sex 8 ha. Armstrong Siddley, drífa allt að 18000
fs blásara. Tveir reyndust of kraftlitlir. Hinir 4 reyn-
ast vel.
Einn 6—8 ha. Armstrong Siddley, drífur 18000 f3
blásara. Er of kraftlaus.
Þrir 7 ha. Armstrong Siddley, drífa allt að 120Ó0
f3 blására, reynast vel.
Tveir 6 ha. Armstrong Siddley, annar bræddi úr
sér tvívegis.
Einn 6—8 ha. Bradford, of kraftlaus til að drífa
blásara, sem á staðnum var.
Benzinmótorar: Tveir 8, 5 ha. Albin, drífa 18000 f3
hlásara, reynast illa.
Einn 8, 5 ha. Albin, drifur 8100 f3 blásara, reyn-
ist vel.
Einn 12 lia. setuliðsmótor, reynist vel.
Tveir 10 ha. mótorar af óþekktri gerð, sem drila
18000 f3, hafa reynzt vel.
Þrír mótorar af óþekktri gerð og stærð, reynast vel.
Einn 5—6 ha. Japp, drífur 30" viftu, reynist vel.
Einn 4 ha. af óþekktri gerð, of kraftlaus.
Rafmagnsmotorar: Af 15 mótorum, sem við sáum,
höfðu aðeins tveir bilað. Það voru hvort tveggja 5