Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 10
6
BÚNAÐARRIT
Einn þeirra manna, sem fremst hefur staðið í félags-
málastarfi Borgfirðinga, Jón Hannesson, bóndi í
Deildartungu, lézt 12. júlí 1953.
Jón Hannesson var fæddur að Deildartungu 15.
desember 1885. Foreldrar hans voru Hannes hrepp-
stjóri Magnússon og Vigdís Jónsdóttir, kona hans. Þau
bjuggu stórbúi í Deildartungu. Hannes var i fremstu
röð bænda, greindur í bezta lagi, bægur í framgöngu,
ákveðinn í skoðunum og skemmtilegur í viðræðum.
Afskipti og afstaða Hannesar lil félagsmála og umbóta
í búskap var mótuð af velvild, framsýni og festu.
Kona hans, Vigdís, var afkastamikil búkona, hjarta-
hlý, glöð og hispurslaus í allri framkomu og reglu-
legur kvenskörungur.
Deildartunguheimilið var mannmargt, börn þeirra
Vigdísar og Hannesar mörg og auk þess margt upp-
eldisbarna svo og margt bjóna. Heimilið var miðstöð
félagslífs og glaðværðar. í Deildartungu voru um
mörg ár haldnir helztu mannfundir béraðsins. Þau
Tungu-syslkinin voru glöð og frjálslynd og sáu og
fundu til þess, að það þurfti að hjálpa unga fólkinu
i sveitunum til þess að vinna saman að félagsmálum
til gagns og gamans, enda urðu þau Jón og systur
hans brautryðjendur um stofnun ungmennafélags í
Reykholtsdal.
Jón stundaði nám við gagnfræðaskólann á Akureyiú
veturinn 1902—1903. En er faðir hans lézt 28. seplem-
ber 1903, varð hann ásamt systrum sínum að taka
að sér forstöðu Deildartungubúsins með móður sinni
og gal því ckki baldið náminu áfram á Akureyri. Þó
að hann þá væri ekki nema á 18. aldursári, kom brátt
í ljós, að honum lét búsýsla vel, og að hann mundi
verða djarl'ur og stórhuga framkvæmdabóndi.
Ég kynntist Jóni ekki að ráði, fyrr en við vorum
saman á bændaskólanum á-Hvanneyri veturinn 1908—
1909. Var Jón þá í eldri deild, en ég í yngri. Jón var