Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 11
BÚNAÐARRIT
7
mikill námsmaður, enda vel undir námið búinn, hafði
fengið nokkra bóklega fræðslu, eins og fyrr getur, en
Iiafði auk þess þekkingu á búskap, þar sem hann hafði
þá staðið fyrir stóru búi um nokkur ár, og hafði því
reynslu og þekkingu fram yfir okkur hina, sem sátum
á skólabekk með honum.
Hann vissi gjörla hvað hans beið, hann átti að verða
hóndi á föður'eifð sinni og vildi húa sig sem allra
bezt undir það.
Jón Hannesson hóf búskap i Deildartungu 1913.
Kom þá strax i Ijós, hvert stefndi í búskap hans. Tún
var stórt og gott í Deildartungu og hafði verið mikið
bætt í tíð föður hans og þeim umbótum haldið áfram
af fullum krafti af Jóni í húskapartíð Vigdísar, eftir
að hún missti mann sinn, enda latti hún hvergi son
sinn. Engjar voru engar aðrar en innan um beitiland,
þýft land, en sæmilega grasgefið. Jón sá, að fram-
tiðin lá ekki í því að slá þýfðar mýrar eða votlendi, —
ef búskapur átti að vera í lagi, þurfti að slétta og
rækta landið. Jón gekk því ótrauður til verks og hóf
nú ræktun valllendismóanna með Reykjadalsá.
Var stefnt að ákveðnu marki. Fyrst og fremst þvi að
fá töðu lil þess að geta gefið ánum að vorinu, en
lengra framundan var hitt, að taka allan heyskap á
ræktuðu vélslægu landi. Kalárið mikla 1918 var almennt
litið gx-as á valllendi, og urðu bændur, sem ekki
áttu því meiri fyrningar eða brokflóa til fjalla, sem
þeir gátu heyjað á, að fækka fénaði mikið. Jón i
Dcildarlungu var einn þeirra bænda, sem sá fram
á það, að ekki varð aflað nægs fóðurs þar heima vegna
grasleysis. í Sveinatungu var þá lítið um búskap.
Þar stóðu hlöður og fjárhús tóm. Jóliann Eyjólfsson,
sem þar hafði biiið í mörg ár af miklum dugnaði, var
fluttur í burtu og jörðin nú ekki fullsetin af þeini
bónda, sem þar bjó. Jón samdi við bóndann í Sveina-
tungu að ljá sér slægjur á fjalli, brok- og ljósastarai’-