Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 17
BÚNAÐARRIT
13
nokkru má þakka starfi þessarar nefndar fyrstu fjár-
skiptin, sem gerð voru á Heggstaðanesinu 1937.
Ég hef drepið hér á nokkur þau mál, sem Jón í
Deildartungu hefur unnið að. Það mun ekki ofsagt,
að hann hafi meira eða minna verið riðinn við hvert
einasta félags- og framfaramál sveitar sinnar og
héraðs og tekið mikinn þátt í alþjóðar félagsmálum.
Jón las mikið, þegar hann hafði tíma til. Hann var
hugsandi um trúinál og frjálslyndur í þeim efnum.
Jón var ótrauður að fara nýjar leiðir, og þótt þær
gætu verið hæpnar. Jón kunni vel við sig í íelagsmála-
starfi og á mannfundum. Hann var ekki mikill mál-
skrafsmaður, en hélt ágætar ræður, oft óviðbúinn og
lagði þá mikinn þunga i málsmeðferðina. Jón gat
verið kaldur í tilsvörum og spurði ekki alltaf með-
stjórnendur í félagsmálum ráða. En það var gott að
vera með Jóni í Deildartungu, og maður fann alltaf
til öryggis, þegar hann var með. Jón var umsvifa-
mikill á félagsmálasviðinu, tilþrifamikill og athafna-
sainur bóndi, vitur og framsýnn og fjárgæzlumaður
mestur í héraði.
Sæmdur var Jón heiðursverðlaunum Kristjáns
konungs IX. og riddarakrossi Fálkaorðunnar.
Árið 1913 kvæntist Jón eftirlifandi ltonu sinni,
Sigurbjörgu Björnsdóttur, ættaðri úr Skagafirði.
Sigurbjörg er mikilhæf gáfukona. Hefur hún verið
manni sínum samhent og mikill styrkur í öllum hinum
margvíslegu störfum lians heima og heiman. Börn
þeirra Sigurbjargar og Jóns eru: Hannes, rafvirki í
Reykjavík, Björn, bóndi í Deildartungu, kvæntur
Unni Jónsdóttur bónda á Breiðabólstað í Reykholts-
dal, Andrés, bóndi i Deildarlungu, Ragnheiður, bú-
stýra hjá Andrési bróður sínum, Vigdís, forstöðu-
kona Húsmæðraskólans á Varmalandi Guðrún og
Soffía Guðbjörg. Dreng misstu þau hjónin 15—16