Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 21
Metúsalem Stefánsson,
fyrrv. búnaðarmálastjóri.
Fæddur 17. ágúst 1882, dáinn 11. nóvember 1953.
1.
Hann var fæddur að Desjarmýri í Borgarfirði eystra,
17. ágúst 1882, sonur lijónanna Slefáns prests Péturs-
sonar og Ragnliildar Bjargar Metúsalemsdóttur. Séra
Stefán var sonur séra Péturs Jónssonar, síðast prests
að Valþjófsstað, og fyrri konu hans, Önnu Björnsdóttur,
prests að Eiðum, Vigfússonar. Jón, faðir séra Péturs,
var Þorsteinsson, prests að Krossi í Landeyjum, Stefáns-
sonar, Jón hafði viðurnefnið vefari. Hann fluttist austur
á Fljótsdalshérað og varð kynsæll. Ivallast afkomendur
lians Vefaraætt. Sú ætt er fjölmenn á Auslurlandi, inargt
þróttmikið atorku- og manndómsfólk, vandað og
hyggið.
Ragnhildur var dóttir Metúsalems Jónssonar, sterka,
Jiónda í Möðrudal, og konu lians, Kristbjargar Þórðar-
dóttur, bónda á Kjarna í Eyjarfirði, Pálssonar. Frá
Þórði er komin liin fjölmenna Kjarnaætt. — Þau lijón
Ragnliildur og séra Stefán voru stjúpsystkin. Krist-
björg, móðir Ragnliildar, missti Metúsalem, mann sinn,
eftir stulta sambúð, en giftist síðar séra Pétri á Val-
þjófsstað, föður séra Stefáns.
Að lolvnu stúdentsprófi, 1871, gelik Stefán að eiga
sjúpsystur sina, Ragnliildi. Þessi brúðhjón þóltu mann-
væn!eg og með þeim jafnræði. Þau áttu lieima á Val-
þjófsstað fyrslu Iijúskaparárin. Séra Stefán laulc presta-
skólanámi 1873 og féldt samstundis veitingu fyrir
Desjarmýrarprestakalli. Fluttust lijónin síðan að Desj-