Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 22
16
BÚNAÐARRIT
armýri vorið 1874. Þar bjuggu þau í 10 ár, eða til vors
1884, en fluttust þá að Hjaltastað. Þrem árum síðar,
12. ágúst 1887, andaðist séra Stefán, eftir stuttan, en
ákafan sjúkleika, aðeins 42 ára að aldri. Hann hafði
alla ævi verið heilsuhraustur vaskleikamaður. Var frá-
fall lians því óvænt og sviplegt. Þessi hjón höfðu eign-
ast 14 börn. Tvö þeirra dóu ung, en á lífi voru 7 synir
og 5 dætur, þá er faðir þeirra andaðist.
Fátæk munu þau hjón liafa verið. Þarf það engan
að undra, með svo barnmarga fjölskyldu. Þó höfðu
þau áva lt hjargast vel og verið veitandi. Það hafa ver-
ið miklar raunir fyrir ekkjuna, að sjá manni sínum
á hak á bezta aldri, frá 12 hörnum, hið elzta þeirra 17
ára. Vorið 1888 fluttist ekkjan að Geitagerði í Fljóts-
dal. Kristbjörg, móðir Ragnhildar, sem dvaldist hjá
dóttur sinni, átti rétt til ábúðar á þeirri jörð, sem ekkja
V alþj óf sstaðaprests.
Orð var á því gert, hvað systkinin voru mannvænleg.
Þau voru þessi:
1. Þórdís, fædd 1869. Hefur búið á Akureyri frá því
um aldamót. Gift Davíð Sigurðssýni, trésmíðam.
2. Pétur, fæddur 1871, hóndi í Bót i Hróarstungu og
víðar, dáinn 1910.
3. Jón (Filipseyjakappi) f. 1873, fór til Amerílcu 1893.
Kom heim aftur um aldamót. Dvaldist þá hérlendis
um 13 ára skeið. Fór þá aftur vestur. Dó árið 1932.
4. Anna, f. 1874, gift séra Þorvarði Brynjólfssyni,
lengst presti að Stað í Súgandafirði.
5. Björg, f. 1876. Fór til Vesturheims árið 1893 og
giftist þar.
6. Halldór, f. 1877, fyrrv. alþingismaður.
7. Þórunn, f. 1879. Ógift. Nú búsett á Reyðarfirði.
8. Björn R. fæddur 1880, fyrrv. alþingismaður. Dá-
inn 1930.
9. Guðmundur, f. 1881. Fór til Vesturheims 1893.
10. Metúsalem, búnaðarmálastjóri.