Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 23
BÚNAÐARRIT
17
11. Þorsteinn Sigurður, f. 1883. Lengst bóndi og hrepp-
stjóri að Þverhamri í Breiðdal. Nú kaupm. í Rvík.
12. Jónína Aðalbjörg, f. 1886. Gift Guðmundi Þor-
hjarnarsyni, múrarameistara. Þau eru nú búsett á
Reyðarfirði.
Nú leggur þjóðfélagið silt lið, svo um munar, þegar
eins stendur á. Á þeirn tíma þekktist slíkt ekki. Hins
vegar var þá algengt, að einstök heimili tækju hörn
í fóstur, ekki sízt þegar líkt stóð á og hér. Þessum syst-
kinum huðust Uka fóstur á úrvalsheimilum viðs vegar
um Austurland. Olli því frændstyrkur og vinsældir
foreldranna, erfiður hagur ekkjunnar og gjörvuleiki
harnanna. Aðeins fjögur börnin fóru frá móður sinni,
þótt fóstur byðist á fleiri ágætis heimilum. Hin átta,
fluttust að Geitagerði með henni þ. á m. Metúsalem.
Ragnhildur bjó í Geitagerði til vorsins 1894 og bjarg-
aðist vel.
Um þessar mundir fóru 3 börnin til Ameríku, en sum
liinna voru að verða fulltíða. Fluttist Ragnliildur þá að
Melum i Fljótsdal, til systur sinnar, Aðalbjargar, og
manns hennar, Jóns Andréssonar Kjerúlf. Vorið áður
1893, höfðu Melahjón tekið Metúsalem í fóstur, þá 11
ára að aldri. Á Melum dvaldist Metúsalem til þess, er
liann fór i búnaðarskólann í Ólafsdal. Hann útskrifaðisl
þaðan 1902. Sama liaust settist hann i Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri og lauk námi þaðan vorið 1904. Fór
liann þá til Noregs og lauk námi frá búnaðarháskólan-
um í Ási vorið 1906. Stundaði síðan framhaldsnám í
jarðrækt til vorsins 1907.
Ekki þarf um það að efast, að Metúsalem hefur
notið góðs uppeldis, bæði hjá móður sinni og á Melum,
og orðið þar fyrir hollum áhrifum. Melaheimilið var
rómað fyrir atorku og þrifnað í búnaði, en þó einkum
fyrir drenglyndi og hjálpfýsi. Samtímis Metúsalem
Stefánssyni ólst upp á Melum frændi hans, jafnaldri
og nafni, Metúsalem J. Kjerúlf, sonur Melahjónanna,
2