Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 24
18
BÚNAÐARRIT
síðar stórbóndi á Hrafnkelsstöðum. Haxin liefur óum-
deilanlega sannað, hvers virði var uppeldi lians og
heimamenntun á Melum.
Þegar þess er gætt, að Metúsalem Stefxinsson leggur
samfellt 7 ára nám við heimafræðina á Melum, þá mætti
álíta að hann liafi nú verið orðinn vel menntaður maður,
eftir því, sem þá var talið. Það mun líka mála sannast,
að liann var prýðilega menntaður, bæði almennt og í
sérgrein sinni, biifræði.
Ég kynntist Metúsalem fyrst í Akureyrarskóla. Mér
virtist hann þá ekki mjög hráðþi’oska, en sérlega drjúg-
ur og samvizkusamur námsmaður. Mér fannst Metúsal-
cm vita betur og geta meira en prófin leiddu í ljós,
þó að þau væru mjög góð. Hann var fáskiptinn og dulur
í lund. Hann var þá feiminn, og mun þess nokkuð hafa
gælt alla ævi. Var liann því ekki sérlega vel til þess
l'allinn að olnboga sig áfram, livorki í þeim skóla né
annars staðar. Hanix kunni illa þá list að sýnast meiri
maður en hann var. Svo mun hafa verið alla ævi lians.
Vorið 1907 kom Metúsalem heirn frá Noregi. Varð
hann ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands
það sumar og tilraunastjóri við gróðrarstöð sambands-
ins á Eiðum. Veturinn 1907—1908 var bann kennari
víð búnaðarskólann á Eiðum, en sumaiúð 1908 aftur
tilraunastjóri gróðrarstöðvarinnar. Veturinn 1908—
1909 var Metúsalem á Hóluxn í Hjaltadal og stundaði
ritstörf.
Um þessar mundir var Bergur Helgason, frá Fossi
á Síðu, skólastjóri við bændaskólann að Eiðum. Bergur
var mikill áhuga og atorkumaður, en heilsubilaður,
þótt hann væri þrekmenni og á bezta aldri. Sumarið
1908 var reist nýtt skólahús á Eiðum, stórt og veglegt,
boxáð saman við það, sem áður hafði verið þar.
Veturinn 1909—1910 lá Bei'gur lengi rúmfastur og
andaðist síðla vetrar. Til þess var ætlazt, að nýja lnisið
blési nýju lífi i starfsemi búnaðarskólans. Var jafn-