Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 26
20
BÚNAÐARRIT
stjóra fara stjórn þessara mannamóta prýðilega úr
hendi. Þessi námskeið voru haldin nærri alla vetur,
sem Metúsalem var skólastjóri að Eiðum. Námskeiðin
hafa aldrei, hvorki fyrr né síðar, verið haldin svo
stöðugt sem þá.
Búskapur var að sjálfsögðu rekinn á Eiðum sam-
liliða skólastarfseminni. Eiðar eiga stórt heimaland,
en ekki að sama skapi kostamikið. Seig fleytingsútbeit
fyrir sauðfé var höfuðkostur jarðarinnar. Túnræktar-
skilyrði ekki góð með þeim áhöldum, sem þá voru
notuð. Góðir engjablettir voru til i landinu, en liey-
skapur að öðru leyti reitingssamur, og hey misjafnt
að gæðum. Það valt oft á ýmsu um búskapinn á Eiðum.
Skylt er þó að geta þess, að þau 18 ár, sem hjónin Jónas
Eiriksson og Guðlaug Jónsdóttir stjórnuðu skóla og
búi á Eiðum, var búskapur þar ávallt talinn góður og
eftirbreytniverður.
Allt frá stofnun búnaðarskóla á Eiðum árið 1883 og
fram til ársins 1910 hafði skólabúinu verið búið á
kostnað og ábyrgð eiganda skólans, þ. e. Múlasýslna.
Skólastjórinn var jafnframt ráðsmaður og reiknings-
lialdari búsins, en kona lians, — eða önnur kona —,
ráðskona. Nefnd þriggja manna, kjörin af sameiginleg-
um sýslufundi, kölluð skólanefnd eða skólastjórn, hafði
yfirumsjón með búrekstrinum. Reyndist þetta á stund-
um nokkuð þunglamalegt. Vildi verða halli á búskapn-
um, enda þótt valdir bændur og búmenn sætu í slcóla-
nefndinni.
Vorið 1910 var þessu breytt. Einstökum manni var
þá leigt jörð og skólabú, og rak hann það á eigin ábyrgð
að öllu leyti. Samið var fyrir fram um fæðissölu til
nemenda og um afnot af bújörð vegna verklegrar
kennslu. Ekki hafði þessi bóndi búið nema eitt ár, er
hann sagði lausri jörð og búi, og var vitað, að hann
græddi ekki á þeim búskap.
Tólt nú Metúsalem jörð og bú á leigu með lcjörum