Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 27
BÚNAÐARRIT
21
álíkum þeim, er bóndinn hafði haft. Fjárbúið á Eiðum
var þá stórt, líklega um 400 fjár eða fleira.
Enn voru fráfærur og nokkur sauðaeign. Þetta bú
rak Metúsalem, meðan hann var skólastjóri á Eiðum.
Búinu var skilað í hendur ríkissjóðs í fardögum 1918.
Metúsalem var á ýmsa lund búinn góðum búmanns-
kostum. Hann var þýður og nærgætinn hjúum sinum,
naut því velvildar þeirra og mátti kallast hjúasæll.
Þótt liann væri greiðvikinn og góðgerðasamur, var
iiann þó hinn mesti hirðumaður um viðskipti sín og
fjármál. Hann var þrekmaður mikill og afkastamaður,
þá er hann gekk að líkamlegri vinnu. Þó þykir mér
réttast að segja það hér undandráttarlaust, að húskapur
Metúsalems á Eiðum gekk ekki svo vel, sem ákjósanlegt
liefði verið. Margt mun hafa valdið því. Sjálfur var
liann hlaðinn störfum, bæði við skólann og utan heim-
ilis, er voru honum hugstæðari og betur að skapi en
búskapur. Margt fólk þurfti á lieimilið, og gat því viljað
til, að ekki væru ávallt allir starfi sínu vaxnir, en hús-
bóndinn oft tepptur frá forsjá búsins. Árferði var illt
sum árin. Veturinn 1915—1916 var grimmharður,
stöðug innistaða frá þorrakomu og langt fram á sumar.
Þá lá vetrarís á Lagarfljóti fram í maílok. Ef vel
hefði verið, hefði þá, á Úthéraði, þurft að gefa lambfé
inni fram um miðjan júní. Þegar þannig árar, vill
verða erfitt að búa stóru fjárbúi á jörðum, sem að jafn-
aði eru beitarsælar. — Þá er og þess að gæta, að á skóla-
jörðum, sem jafnframt eru fjölsóttar og óvenju gest-
margar, þarf trausla og árvakra stjórn, utan hiiss og
innan, til þess að reka svo stórhú með mörgu fóllci,
að ekkerl fari forgörðum og vinna notist til fulls. —
Síðastliðin 50 ár hafa 10 menn búið að Eiðum. Flestir
liafa þeir þurft að leggja sig alla fram til þess að
sleppa áfallalaust frá búskapnum og sumir tæplega
hrokkið til. Það eru því ekki einsdæmi, að búnaður
liafi reynzt viðsjáll að Eiðum.