Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 29
BÚNAÐARRIT
23
Unnur, giftist Páli Daníelssyni, vélsmiö í Reykjavík.
Hún er nú látin.
Jón, kvæntur og búsettur í Bandaríkjum Norður-
Ameríku. Er starfandi búnaðarráðunautur þar.
Guðný og Metúsalem skildu árið 1935. Eftir það eign-
aðist Metúsalem einn son, Ingólf. Hann dvelst nú við
nám í Bandaríkjunum.
Eftir að Metúsalem fluttist til Reykjavíkur, hélt
hann vináttu við frændur sína, vini og kunningja á
Austurlandi. Málefnum Austurlands varð hann ætíð
að því liði, er hann megnaði, og vildi hag og sæmd
landsfjórðungsins í öllu. Metúsalem var frændrækinn
og tryggur. Sá eiginleiki virðist ættgengur og gæti m. a.
hafa þroskazt við samhjálp systkinanna í æsku.
Svo sem auðvitað er, hlýtur Metúsalem að hafa þurft
á fjárhagslegri aðstoð að halda við samfellt 7 ára
nám, innan lands og utan. Þá aðstoð hafa systkini
lians veitt. Þórdís, elzta systirin, hefur verið húsett
á Akureyri frá aldamótum. Hún hefur eflaust létt
Metúsalem skólaveruna á Akureyri. Um þær inundir,
sem hann var við nám, mun Jón bróðir hans, þá
kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði, liafa haft rýmstan fjár-
hag þeirra systkina. Er þvi líklegt, að hann hafi
orðið einna drýgstur, enda talinn drengskaparmaður
og valmenni. Síðar þrengdist hagur Jóns mikið um
stundarsakir. Allir, sem til þekktu, dáðust að því,
hversu vel Metúsalem reyndist þá þessum hróður
sínum, konu hans og börnum. Önnur systkini Metú-
saleins, er aðstoðar hans þurftu, hera honum öll
sömu sögu. Hann reyndist þeim ætíð góður, ástríkur
hróðir og hjálparhella. Sama vitnisburð gefa systkina-
hörnin honum og margir aðrir frændur og vinir.
Þegar Metúsalem varð sjötugur, í ágústmánuði 1952,
voru liðin 33 ár frá því, er liann l'luttist burt af Fljóts-
dalshéraði. Umtal varð um það hér, á hvern hátt væri
geðfelldast að gleðja liann og lieiðra í samhandi við af-