Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 30
24
BÚNAÐARRIT
mælið. Varð það úr, að honum var boðið að koma
austur á Fljótsdalshérað og dveljast þar og í næsta
nágrenni fram á haustið eftir því, sem honum hentaði.
Skyldi sú för vera honum tilkostnaðarlaus. Alþýðu-
skólinn að Eiðum, Búnaðarsamhand Austurlands og
Kaupfélag Héraðsbúa gerðu honum þetta heimboð.
Melúsalem þá boðið og dvaldist eystra um þriggja vikna
skeið. Fór hann víða um Fljótsdalshérað og i suma
firðina.
Eina kvöldstund áttu ýmsir frændur hans, þ. á m.
tvær systur lians, aðrir vinir og gamlir lærisveinar,
ánægjulega samveru með honum á Egilstöðum. Metú-
salem hafði orð á þvi og undraðist, hversu margir þeir
væru, er vildu fá hann heim til sín, og hve hlýlega og
innilega allir tækju á móti honuin. Þetta var þeim ekk-
ert undrunarefni, er hér voru kunnugir og vissu, Iiver
ítök Metúsalem átti i hugum margra manna.
Metúsalem hafði ánægju af þessu heimboði. Er óvíst,
að honum liefði þótt önnur afmælisgjöf betri. Þeir, sem
hann heimsóttu, höfðu lika ánægju af komu hans. Þetta
var vel farið. Þarna voru síðustu forvöð til þess að
endurnýja gömul og góð kvnni. — Siðari helmingur
heillar mannsævi var þarna að verulegu leyti tengdur
við hinn fyrri.
Metúsalem Stefánsson lók fremur seint út líkamlegan
þroska. Fullorðinn var liann með stærri mönnum og
afrendur að afli. Hann var drengilegur yfirlitum, svip-
urinn sti!lilegur og góðmannlegur, hlýlegur en þó al-
vörugefinn. Hann varð því virðulegri og höfðinglegri
sýnum, sem aldur færðist meir yfir hann. Hlédrægur
var hann í fjölmenni, en glaður í sinn hóp. Hann var
mætagóður fyrirlesari, rökfastur ræðumaður og þétt-
ur fyrir. Jafnt í ræðu sem riti studdi liann mál sitt með
rökum, er byggðust á þekkingu, en ekki með fullyrðing-
um.