Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 32
26
BÚNAÐARRIT
Félagið hafði þá land hjá Reykjavíkurbæ við Lauf-
ásveg, og voru á því gerðar þær garðræktar- og fóður-
ræktartilraunir, sem félagið hafði með höndum. Land
þetta, sem var kallað Gróðrarstöð, var að ýmsu leyti
óhentugt til tilraunastarfsemi, það var lítið og einhæft,
og því takmarkað, hvaða tilraunir þar mátti framkvæma.
Tilraunir þær, er Metúsalem lét gera i Gróðrarstöðinni,
voru margs konar, og var að nokkru sagt frá þeim ár-
lega í skýrslum Iians til Búnaðarþings.
í fyrstu röð voru þar áhurðartilraunir. Þær snerust
bæði um að reyna og bera saman nýjar áburðartegundir,
prófa mismunandi áburðarskammta og rannsaka, hve-
nær hezti áburðartíminn væri. Um þessar áburðartil-
raunir voru árlega birtar nokkrar skýrslur, en um
niðurstöður þeirra í heild hefur aldrei komið skýrsla.
Metúsalem vann að skýrslunni hin síðustu ár, en veitt-
ist ekki tími lil að ljúka lienni.
Jafnhliða áburðartilraununum voru gerðar tilraunir
viðvíkjandi grasrækt. Voru ræktaðar og hornar saman
margar grastegundir til þess að fá úr því skorið hverjar
væru heppilegastar lil þess að mynda framtíðar tún-
grös nýju túnanna á íslandi. Var bæði rannsakað upp-
skerumagn, frostþol, efnasamsetning o. fl. Þar sem
um fleiri stofna var að ræða sömu tegundar, voru þeir
bornir saman innbyrðis. Á grundvelli þeirra niður-
staðna, sem hér fengust, svo og þeirra, sem fengust við
svipaðar tilraunir í Gróðrarstöðinni á Akureyri, en þar
voru mun betri skilyrði til tilraunanna en í Reykjavík,
voru svo búnar til þær fræblöndur, sem bændum voru
seldar, að minnsta kosti alllengi. Þessum fræblöndum
var siðar nokkuð breytt, þegar nýir stofnar komu til
og frekari reynsla, og fjölþættari. Enn voru gerðar
tilraunir ineð fóðurjurtir ýmsar, svo sem rófur, fóður-
inergkál o. fl.
Eftir því sem Reykjavík stækkaði varð þörf bæjar-
félagsins fyrir land undir nýjar byggingarlóðir meiri.