Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 35
BÚNAÐARRIT
29
gert að greiðara yrði að vinna að málunum í Búnaðar-
telaginu en ella.
Greinarskilin milli starfa búnaðarmálastjóranna voru
nokkuð óljós, og gátu liæglega leitt til ýmis konar á-
rekstra. Um þá varð þó vonum minna, og má fullyrða,
að báðir reyndu að sneiða hjá ágreiningsmálum. En
þessi tvískipting veldur aftur því, að erfitt er að segja
mikið um starf Metúsalems sem búnaðarmálastjóra,
því að störf þeirra Sigurðar gripu hvort inn í annað,
og var oft erfitt að ákveða, hvað var hvors.
En skrifstofunni stjórnaði Metúsalem einn, og ritstjóri
var hann að Búnaðarritinu. Hvort tveggja það starf
leysti hann af hendi með prýði, enda var hann vand-
virkur við hvað, sem liann snerti á, og skrifstofumaður
ágætur.
Á árinu 1934 sagði Sigurður upp starfi sínu sem
búnaðarmálastjóri, frá 1. jan. 1935 að telja. Stjórnin
auglýsti starfið. Um áramótin veitti hún það þó engum,
en setti Metúsalem til ])ess að gegna því til 30. júní
1935. Varð liann því aftur einn búnaðarmálastjóri, en
þar sem hann mun ekki liafa búizt við, að sér yrði veitt
búnaðarmálastjórastarfið, mun hann ekki hafa fundið
ástæðu til þess að breyta til frá þeim venjum, sem
skapazt höfðu í Búnaðarfélaginu.
Þann 1. júlí 1935 var Steingrímur Stein])órsson ráð-
inn búnaðarmálastjóri.
Auk starfa við Búnaðarfélagið voru Metúsalem falin
mörg önnur trúnaðarstörf. Af þeim má nefna, að hann
var í Bankaráði Landsljankans árin 1929—1935 og um
langt skeið hafði hann, l'yrir bankans hönd, það starf
með höndum að fara yfir virðingar á jörðum, sem
menn vildu fá veðdeildarlán út á, og voru lánin veitt með
h’iðsjón af virðingu Metúsalems.
Til þessa starfs var liann prýðilega fallinn. Sam-
vizkusemin, töluglöggleikinn samhliða góðum skilningi