Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 36
30
BÚNAÐARRIT
á íslenzkum landbúnaði, gerðu liann sjálfkjörinn tiJ
starfsins.
Árin 1024—1030 var liann annar endurskoðandi S. í. S.
Leysti hann það starf vel af hendi, enda reikningsglögg-
ur og átti létt með að fara með tölur.
Þegar Loðdýraræktarfélag íslands var stofnað, varð
það að ráði, að stjórn Búnaðarfélags Islands lánaði því
Metúsalem. Vann hann í skrifstofu þess, þar til félagið
lagðist niður. Þar sá hann um reikningshald og sölu
loðskinna, skráningu dýra, ættbókarfærslu o. fl., og
má segja, að Metúsalem hafi verið einn af hurðarásum
félagsins. Eftir að loðdýraræktin minnkaði og eml)ætti
loðdýraræktarráðunautar var lagt niður, var Metúsalem
falið starf hans, og rækti hann það til dauðadags.
Frá því að Búnaðarfélagið fór að reka ráðninga-
skrifstofu að vorinu og framan af sumri, hel'ur Metú-
salem ætið veitt henni forstöðu. Þar sem annars staðar
leyndist hann traustur og vandaður starfsmaður sem
lilutlaus meðalgöngumaður milli bændanna, sem
vantaði verkafólk, og fólksins, sem vildi fá sér vinnu.
Síðast vann hann að þessu í sumar, þá farinn að heilsu.
En þrátt fyrir það var samvizkusemin og vandvirknin
hin sama, og sami snyrlilegi frágangurinn var á síðuslu
skýrslu hans um ráðningastofuna og ætíð hafði verið
á ö'Iu, er liann lét frá sér fara.
Töluvert liggur eftir Melúsalein af ritstörfum, hæði i
Búnaðarritinu, Frey, sem hann var ritstjóri við um
skeið, tímaritum og dagblöðum. Enn fremur ritaði
hann sjálfstæðar bækur, svo sem Félagskerfi land-
húnaðarins á íslandi og kafla úr Frumatriðum í jarð-
vrkju, en þá kennsluhók í jarðræktarfræði gáfu þeir
út og sömdu, Sigurður Sigurðsson, Metúsalem og Jóscp
J. Björnsson. Allt það, sem Metúsalem ritaði, bar vott
um vandvirkni og var ritað á góðu, læsilegu máli.
I búnaðarsögunni verður Metúsalems ávallt minnzl
sem hins glögga og skilríka manns, sem vildi gerhugsa