Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 41
BÚNAÐARRIT
33
Halldór ViUijálmsson (10) telur orsökina vera bæti-
efnaskort, einlcum þó skort á B-bætiefnum. Lét hann
gera allítarlegar tilraunir með fóðrun á ám með bæti-
efnariku kjarnfóðri. Samkvæmt þeim niðurstöðum, sem
birtar eru í toðurfæði hans um tilraunir jjessar, gáfu
þær góða raun, það ár, sem þær voru gerðar skipulega.
Þórður Sveinsson læknir, (11) gerði um allmörg
ár athuganir á fjöruskjögri. Áleit liann sjúkdóminn
vera bundinn við miðtaugakerfið, en ekki eiga neitt
skilt við beinkröm. Virtist honum, að fé, sem nýflutt
var að sjó hefði meiri viðnámsþrótt gegn veikinni
en gömul fjörukyn, og að með aldrinum sé ám hættara
við að eiga skjögurlömb.
Yfirleitt virðast þeir, sem rilað hafa um fjöruskjög-
ur, sammála um, að hægt sé að verulegu leyti að fyrir-
byggja það, með því að gefa ánum að vorinu töðu eða
töðuvothey ásamt fjörubeitinni, einkum ef fjörubeitin
er takmörkuð jafnframt.Flestir virðast og álíta, að góð
vallendis- og fjallbeit, hrís- og levistbeit reynist vel með
fjörubeit. Sé hins vegar um að ræða flóabeit eða gjöf
af flóaheyi, ásamt fjörubeit, má búast við slæmri út-
komu, miltlu af skjögurlömbum.
í skrifum síðari ára er á það bent (12, 13) að skjögur
í lömbum geli stafað af fleiri orsökum m. a. að um
erfðagalla sé stundum að ræða. Án efa munu erfða-
ga’lar i einstöku tilfellum vera valdir að lömun i lömb-
um, enda er slíkt kunnugt í vissum erlenduin fjár-
stofnum (14, 15). Þó mun eftir því, sem vitað er ekki
algengt að slíltir erfðagallar komi fram i fé hér á landi.
Þá he 'ur og verið lýst allítarlega lömunum í lömbum á
bæ einum undir Eyjafjöllum, þar sein ekki er um að
ræða fjörubeit (10). Var talið sennilegt, að orsök þessa
kvilla væri smitun eða sýklaeitrun.
AUt fram á síðustu ár hefur fólk sett fjöruskjögrið
i samband við ýmissa annarlega hluti. Sums staðar
á landinu var lalið, að skjögurlömb væru undan fjöru-
3