Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 42
34
BÚNAÐARRIT
lallanum, og kallaði liann ærnar niður í fjöruna í á-
kveðinni vindúlt. Aðrir vildu kenna um ýmsu, sem
fyrir augu ánna bar, meðan þær gengju að beit á fjör-
unum (17). Ýmsar álíka fjarstæðukenndar hugmyndir
hafa verið settar fram um fjöruskjögrið bæði í ræðu
og riti, þótt ekki verði þær raktar hér.
Einkenni sjúkdómsins í unglömbum.
Sjúkdómur sá, sem hér verður lýst og nefndur er
fjöruslcjögur er þekktur u:n allt land, þar sem fjöru-
beit er notuð, en einnig á nokkrum bæjum, er fjær
standa sjó og eigi nota íjörubeit. Hefur hann án eta
verið þekktur um langan aldur á landi hér.
Einkenni sjúkdómsins eru nokkuð mismunandi allt
eftir því, live skemmdir miðtaugakerfisins, lieila og
mænu eru miklar. Þegar veikin er á hástigi mun lamb-
ið fæðast dautt eða dauðvona, en j)ó oftast fullburða og
á réttu tali eða fáum dögum fyrir tal. Næsta stig má
telja, jiegar lömbin fæðast algjörlega ósjálfbjarga, geta
ekki gengið og varla staðið, sé þeim hjálpað á fætur.
Oft liggja þessi Iömb með sífelldum titringi og riðu
(tremor) og hreyfa fæturna eins og þau séu að ganga
eða lilaupa meðan þau liggja á hliðinni, en fá þess á
milli krampaflog, þau stífna þá og höfuðið reigist aftur
á bak líkt og hjá lambi, sem er langt leitt af lambablóð-
sótt. Virðast þau oft taka út miklar þrautir. Lömb
þessi eru oft sljó og dauf til augnanna, og virðasl hafa
ófullkomna skynjun. Vanalega drepast lömbin fljótt
þau eiga erfitt með að sjúga og kyngja og sést því stund-
um, að þeim svelgisl á og fá sem aflciðingu þess,
lungnabólgu.
Ef veikin er á enn vægara stigi, vantar lömbin, er þau
fæðast, vald á hreyfingum ganglima einkum afturíota,
svo að þau geta lítið gengið hjálparlaust, en skjögra
og sletlast til að aftan, (spastisk parese). Tilfinning í