Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 45
BÚNAÐARRIT
37
einstaka bændur liaft þann sið að koma ám, sem átt
höfðu skjögurveik lömb, fyrir á bæjum fjarri sjó í eilt
ár, flytja þær síðan heim aftur og áttu þær þá vana-
lega lieilbrigð lömb næsta ár eða næstu tvö ár (munn-
leg heimild Jób. M. Jóhannsson, Bálksstöðum).
Eftir því sem ræktun og heyöflun jókst, var víða
hægt að takmarka fjörubeitina lil mikilla muna síðari
bluta vetrar eða gefa ánum töðu með fjörubeitinni. Með
þessu móti befur víðast verið hægt að draga verulega
úr fjöruskjögrinu. Viða eru á sjávarjörðum mjög slæm
skilyrði til ræklunar og þar veldur skjögrið enn til-
finnanlegu tjóni. Þegar erfiðlega gengur með heyskap
einstök ár, svo mikið þarf að nota fjörubeit siðari hluta
vetrar, hefur tjónið af skjögri orðið mikið, enda þótt
mikil matargjöf sé þá oft notuð ásamt beitinni.
Sjúklegar breytingar.
Skjögurveik lömb hafa oft eðlilegan þunga og þroska.
Við krufningu eru líffærin eðlileg, stundum er lítil
mjólk eða engin í maga lambanna, en áberandi mikið
af sandi og öðrum óþverra. Á þeim lömbum, sem við
höfum fengið lil rannsóknar, rúmlega 20 að tölu, liafa
líffæri í brjósti og kviðarholi verið eðlileg við atliug-
um með berum augum. Við smásjárrannsókn á vefja-
sneiðum ýmissa þessara líffæra, svo sem úr hjarta,
lungum, lifur, görn, milta og nýra hefur ekki verið
liægt að finna neinar sjúklegar breytingar.
Við rannsókn á miðtaugakerfi, heila og mænu, finn-
ast hins vegar oft mjög áberandi sjúklegar breytingar.
Samkvæmt revnslu okkar sjást þessar breytingar með
berum augum á belmingi þeirra lamba, sem talin eru
skjögurveik. Á háu stigi skjögurveiki lýsa breytingarn-
ar sér þannig:
Heilinn virðist minni og léttari en á heilbrigðum lömb-
um, fellingar heilahvelanna eru meira og minna út-