Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 46
38
BUNAÐARRIT
máðar, svo hvelin annað eða bæði eru nærri slétt á
yfirboröinu, æðarnar eru þar sérkennilega áberandi.
Sé heilinn lagður á borð, halda hvelin ekki eðlilegri
lögum heldur fletjast i'it (1. mynd). Heilahvelin eru sér-
kennileg átöku og dúa sé fingri þrýst á þau. Minnir
stóri heilinn í þessum tilfellum mest á vökvafyllta
blöðru. Ef heilinn er skorinn í þversneiðar kemur í
ljós, að í raun og veru liafa heilahvelin ummyndast í
blöðru, þannig að hvíti heilavefurinn, sem að öllu eðli-
legu finnst innan gráa heilabarkarins, er að mestu
horfinn, en i staðinn eru komin óregluleg holrúm full
af tærum frekar þylckum vökva. í gegnum holrúmin
liggja leifar af hinum eiginlega hvita heilavef eins og
hvapkenndir óreglulegir strengir (2. mynd). Umhverfis
holrúmin er þunnur veggur af gráum heilavef. Hol-
rúmin ná eftir endilöngum heilahvelunum, þegar
skemmdin er mest. Oftast er holrúmin að finna í
hnakkadeildinni (lob. occipitalis), en ná þaðan meir
og minna frameftir, allt fram í ennisdeild (lob. front-
alis). Algengast er þó, að holrúmin séu frekar lítil og
er þá lögun heilans á yfirborðinu eðlileg og koma
skemmdirnar fyrst í Ijós, þegar heilinn er skorinn í
sundur í sneiðar og lýsa sér svo sem áður er sagt sem
vökvafyllt óregluleg holrúm full af tærum hálfhlaup-
kenndum vökva. í öðrum lilutum heilans og mænu eru
sjúklegar hreytingar ekki sjáanlegar með berum aug-
um. Við smásjárskoðun af lituðum vefjasneiðum sjást
hins vegar oft skemmdir, einkum í mænubrautum og
kann að vera, að þær séu afleiðingar þeirra skennnda,
sem áður er lýst i hvíta hluta stóra heilans.
í þeim heilum, sem skemmdirnar eru mestar virðist
heilahvítan (myelin) vera að mestu leyti horfin úr
lieilahvelunum. Þótt heilinn virðist eðlilegur við skoð-
un með berum augum, má oft finna við smásjárskoðun
á vefjasneiðum, að heilahvítan (myelin) er ekki eðli-
leg samanborið við sneiðar úr heilbrigðum lieilum.