Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 47
BÚNAÐARRIT
39
Einkum kemur þetta fram, ef vefjarsneiðaraar eru lit-
aðar með sérstökum hætti (Weigert-Pal). Stundum virð-
ist mænuvökvinn nolckuð meiri en eðlilegt er, og ein-
stöku sinnum eru heilaholin óeðlilega útþanin. Ein-
kenni eiginlegrar bólgu í heila og heilaliimnum höfum
við ekki getað fundið við smásjársltoðun á lituðum
vefjasneiðum og blæðingar hafa ekki fundizt. Eins og
áður er sagt sjást ekki sjúklegar breytingar á öðrum
líffærum skjögurveikra lamba. Sérstaklega ber að geta
þess, að á þeim lömbum, sem liingað hafa verið send,
eða sem við höfum rannsakað annars staðar, höfum við
ekki getað staðfest sjúklegar breytingar í heinum, er
gæfu til kynna, að um beinkröm væri að ræða, enda
höfum við ekki séð neinn árangur af því að gefa skjög-
urveikum lömbum D-bætiefni, en það hefur verið reynt
nokkrum sinnum. Við höfum heldur ekki getað stað-
fest við krufningu á fjöruskjögur lömbum þær sér-
kennilegu vöðvaskemmdir, sem lýst hefur verið í ung-
lömbum hér á landi (19) og taldar eru stafa af skorti á
E-bætiefnum. Hins vegar geta sjúkdómseinkennin í lif-
anda lifi á fjöruskjögur lömbum og lömbum, sem þjást
af skorti á E-bætiefnum stundum verið nokkuð lík.
Þess skal getið, að hér á landi virðist skortur á E-bæti-
efnum í unglömbum einkum gera vart við sig í bæjum
og sjávarþorpum, þar sem ær eru mikið aldar á mat,
samfara lítilli úlivist og einkuin, ef ær bera i húsi.
Lömb þessi má oft lækna með þvi að gefa þeim E-bæti-
efni, ef læknisaðgerðir eru hafnar nógu snennna. Hins
vegar höfum við aldrei séð árangur af E-bætiefnagjöf-
um, þegar um fjöruskjögur hcfur verið að ræða. Dæl-
ing með B-bætiefnum hefur líka verið reynd, en án
árangurs.
Orsök sjúkdómsins.
Fjöruskjögur minnir á margan liátt á sjúkdóm í
unglömbum, sem kunnur hefur verið um nolckurt skeið