Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 49
B Ú N A Ð A R R I T
41
máli gildir um kjarnfóður tegundir þær, sem athugaðar
liafa verið, að undanslcildu karfamjöli og beinamjöli,
sem í er Iítið al' kopar ca. 3 p. p. m. og 3.5 p. p. m.
Yfirleitt mun talið, að í'óður, sem í er 5 p.p.m. eða þar
yfir, hafi í sér nægilegt koparmagn. Virðist því ekki
samkvæmt áðurnefndum niðurstöðum ástæða til þess
að ætla að í fóðrinu sjálfu sé of lítið magn af kopar.
Efnagreining á blóði og líffærum.
Þar sem áðurnefnds sjúkdóms í unglömbum, í Bret-
landi (20) og Ástralíu (21) hefur orðið vart, hefur
koparmagnið í blóði ánna verið að meðaltali lægra en
eðlilegt cr. Ennfremur hefur efnagreining á liffærum
úr sjúkuin lömbum sýnt, að óeðlilega litið magn af
kopar er í þeim.
Við athugun kom fljótlega í ljós, að kindur, sem
átt höfðu lömh, sem veik voru af fjöruskjögri, höfðu
flestar mjög litið koparmagn í hlóðinu.
Vorið 1952 var gerð efnagreining á blóði úr 9 kind-
um, sem fengið höl'ðu að ganga í fjöru eftir vild allan
veturinn, en auk þess verið gefið nokkuð af útheyi og
mat. Reyndist koparmagn í blóði þessara kinda vera
0.2 mg í hverjum lítra að meðaltali, og 6 þeirra áttu
skjögurveik lömb. Til samanburðar má geta þess, að í
blóði úr kindum, frá bæjum þar sem ekki ber á fjöru-
skjögri er koparmagnið að meðaltali yfir 1.0 mg í
hverjum lítra eða finnn sinum liærra á sama tíma.
Enn greinilegar kemur þó koparskorlurinn í ljós við
efnagreiningu á lifrum úr unglömbum, sem drepist hafa
úr fjöruskjögri. Að meðaltali eru í lifrum þessara lamba
minna en 7 p. p. m. af kopar, en það er milli 20 til 30
sinnum lægra en i lifrum úr heilbrigðum unglömbum
undan kindum, sem ekki koma í fjöru.
Koparmagn í blóði og líffærum var ákvarðað í megin-
atriðum með sömu aðferð og kopar í sjávargróðri. Blóð-