Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 51
BÚNAÐARRIT
43
Ekki eru talin með í þessu yfirliti lömb, sem fæddust
dauð, þar sem þess var enginn kostur að ganga úr
skugga um það með krufningu, hvort um fjöruskjögur
var að ræða eða ekki. Dauðfæddu lömbin eru þó miklu
íleiri í þeim hóp, sem ekki fékk lyfin. Við sjúkdóms-
greininguna er í langflestum tilfellum farið eftir upp-
lýsingum bændanna sjálfra. Þegar við höfum haft tæki-
færi til síðar, með krufningu á lömbum, er hingað hafa
verið send, eða þar sem við höfum haft tækifæri til
þess að sjá lömbin lifandi, og gengið úr skugga utn,
hvað að lambinu hafi verið, liefur okkur reynzt sjúk-
dómsgreiningin rétt, en alls höfum við haft tækifæri
til þess að sannprófa þetta á tæplega 30 lömbum af
þeim 266, sem talin eru skjögurveik í töflu I. Virðist
þvi mega gera ráð fyrir, að ekki skakki verulega miklu
með sjúkdómsgreininguna á lömbum þeim, er um get-
ur í töflunni, enda eru flestir þeir bændur, er hlut eiga
að máli, aldir upp þar sem fjörsukjögur var algengt og
velþekkt, og því glöggir á einkenni sjúkdómsins, jafn-
vel þótt ógreinileg séu.
Það virðist mega ganga út frá því samkvæmt niður-
stöðum af töflu I, að verulegt gagn sé að því að gefa
ánum viðbótarskammt af kopar um meðgöngutímann.
Af þeim 4728 lömbum, sem fæðast undan ám, er fengu
koparlyf reyndust 70 eða 1.5% skjögurveik, en af 2082
lömbunx undan ám, sem engin koparlyf fengu reyndust
196 eða 9.4% skjögurveik. Þessi munur á tölu veikra
lanxba í liinum tveinx flokkum er nxjög greinilega raun-
verulegur í stærðfræðilegunx skilningi. Við „statisliska"
athugun á mismuninum á fjölda skjögurtilfella í þess-
um tveiixi liópuixi kemur í ljós, að sennileikinn fyrir
því, að koparlyl'in hafi ekki lækkað tölu skjögursjxikra
lanxba og þessi mismunur orsakist þannig af tilviljun
einni, er reikningslega alveg hverfandi. Eru því svo
yfirgnæfandi likur fyrir því, að lyfjagjöfin liafi konxið
að gagni að vissa má teljast. Ýmislegt ber þó að athuga