Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 52
44
BÚNAÐARRIT
í þessu sambandi. í fyrsta lagi hafa margir bændur
valið í þann hóp, sem koparlyfin fengu, ær, sem þekkt-
ar voru að því að eiga skjögurveik lömb ár eftir ár,
en flestar þeirra eignuðust heilbrigð lömb, er þeim
voru gefin lyfin. Samkvæmt því mætti ætla, að enn
fleiri skjögurlömb hefðu komið fram undan þeim ám,
er ekki fengu lyfin, cf um hlutlaust val liefði verið íið
ræða, þegar ánum var skipt í liópa. Þá gáfu sumir
bændur, einkum árið 1953, meiri hey síðari hluta vetr-
ar, heldur en undanfarin ár, og á sumum jörðum kom
fé lítið í fjöru síðari hluta vetrarins. Þessar aðgerðir
drógu verulega úr fjöruskjögrinu, og einnig þess vegna
verður mismunurinn minni en annars hefði orðið.
Vegna koslnaðar hefur ekki verið gerlegt að reyna
lyfið almennt til liins ýtrasta, þ. e. láta ærnar hafa
fjörubeit að vild óslilið fram á sauðburð, gefa ekki töðu,
en einungis litið eitt af úlheyi og lítið kjarnfóður. A
einum bæ hel'ur slík tilraun verið gerð á nokkrum
hluta ánna og eru niðurstöður þeirrar lilraunar birtar
í eftirfarandi töflu:
Tafla II.
Ær Attu alls Skjögurveik
alls lömb alls
Gefið lyf 44 64 2
Hkki gefið lyf 40 59 28
Báðir hóparnir, sá sem koparlyf fékk, og hinn, sem
ckki fékk koparlyf, sættu sörnu meðferð að öðru leyti.
Öllum kindunum var beitt, þegar fært var, mestmegnis
i fjöru. Auk þess fékk hver kind, sem næst 40 kg af
sæmilega verkuðu útheyi og 14 kg af fóðurblöndu yfir
veturinn. Fóðurblandan var gerð úr jöfnum hlutum af
sildarmjöli, maís og hveitihrati. Veðrátla þann vetur,
sem tilraunin var gerð var sæmilega hagstæð, enda voru
kindunar frekar vel fram gengnar.