Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 54
40
BÚNAÐARRIT
Sýkingartilraunir.
Ýmsar tilraunir höfum við gert til þess að reyna að
ganga úr skugga um, hvort hér gæti ef til vill verið um
næman sjúkdóm að ræða. Kanínur, marsvín, mýs og
hamstrar hafa verið notaðir við tilraunir þessar. Hefur
upplausn af muldum heilavef úr fjöruskjögurlömbum
verið dælt inn í þessi dýr ýmist undir húð, í kviðarliol
eða beint í heilann. Allar hafa tilraunir þessar verið nei-
kvæðar. Dýrin liafa haldið fullri heilbrigði, þrátt l'yrir
þessar aðgerðir og aldrei sýnt nein einkenni um skjög-
urveiki. Þá hefur verið gerð tilraun til þess að sýkja
lambfóstur í móðurkviði um miðjan meðgöngutimann.
Ærin var svæfð, síðan var kviðarholið opnað og upp-
lausn af muldum heilavef úr skjögurveilui lambi dælt
inn í heila fóstursins. Skurðinum síðan lokað aftur á
venjidegan hátt. Ánum varð lítið um aðgerðina og á
lilskildum tíma báru þær lömbum, sem eigi sýndu nein
einkenni fjöruskjögurs. Þá hefur með náinni sambúð
skjögurveikra lamba við heilbrigð löinh, aldrei verið
hægt að sýkja hin síðarnefndu með fjöruskjögri. Al-
menn reynsla er og fyrir því, að heilbrigð lömb, sem
vanin hafa verið undir ær, er misst hafa sín eigin lömb
af skjögurveiki taka aldrei veikina. Sýkla, sem liugsan-
legt væri, að valdið gætu sjúkdómi þessum, höfum við
ekki getað ræktað frá sjúkum lömbum, þrátt fyrir end-
urteknar tilraunir í þá átt. Af þvi sem hér er tilgreint
verður að telja mjög ósennilegt, að hér sé um að ræða
næman sjúkdóm.
Almennar athugasemdir.
Af því, sem að framan er ritað virðist auðsætt, að
náið samband er á milli fjöruskjögurs og lágs kopar-
magns í lífærum (lifur) lambsins og blóði móðurinn-
ar. Ær, sem liafa lágt koparmagn í hlóðinu fæða oft
lömb, sem eru skjögurveik, þó er regla þessi ekki einhlít.