Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 55
BÚNAÐARRIT
47
Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið hingað til sýna,
að auka má meðalkoparmagnið í blóði ánna með því
að gefa þeim reglulega koparlyf um meðgöngutímann,
og að með því er liægt að girða að miklu leyti fyrir,
að ærnar eignist skjögurveik lömb. Hæfilegur skammt-
ur mun vera 0.3 gr af koparsúlfati á 10 daga fresti
síðustu 4 mánuði meðgöngutímans. Einnig mun sums
staðar að minnsta kosti gott að gefa kobaltklorið jafn-
framt. Áríðandi er að lyfin séu gefin reglulega síðustu
sex vikur fyrir burð. Þess ber þó að geta, að lyf þessi
eru eitruð séu þau notuð í óhóflega stórum skömmtum,
ber því að gefa þau með fullri varúð og nákvæmni. Lyf
þessi eru auðveld í meðförum, en þar sem þau tæra
málma, skal ávallt geyma þau í glerílátum. Lyfin er
bezt og fljótlegast að gefa ineð ormalyfspípum eða öðr-
um svipuðum áhöldum. Þeir bændur, sem vildu reyna
lyf þessi, geta snúið sér til Tilraunastöðvar háskólans á
Keldum, sem mun útvega þau fyrst um sinn að minnsta
kosti.
Þau lömb, sem eru mjög mikið veik af fjöruskjögri,
mun ógerlegt að Iækna. Hins vegar mun ekki alveg loku
fvrir það skotið, að takast megi að lækna cinstaka lamb,
sem lítið er veikt, ef þegar er liafizt handa. Um þetta
atriði skal þó ekkert fullyrt að svo komnu máli, þar
sem ekki liggja enn fyrir nægilega margar og ítarlegar
athuganir.
Allt í kring um strendur landsins vex þroskamikill og
fjölskrúðugur sægróður, og ganga skepnur í fjörunni,
þegar fært er, haust, vetur og vor um sölnunartima land-
jurtanna. Sums staðar liefir fjörubeitin verið aðal.vetrar-
fóðrið, og oft hefur fjörubeitin borgið bústofni bænda
í harðindum, enda var góð fjörubeit lengi talin ein af
höfuðkostum jarðanna. Sumir telja, að fjörufé hafi
skorið sig úr öðru fé, hvað vænleik snertir (22).
Aðalannmarkinn á mikilli notkun fjörubeitar var
liins vegar fjöruskjögrið. Ef bændur vilja færa sér i