Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 61
B 0 N A Ð A R R I T
53
kalsumarið 1918, og síðast en ekki sízt veturinn
1919—-’20, sem tvímælalaust hefur orðið verstur við-
skiptis hér um Húnaþing á þessari öld. En þó árin
eftir 1920 væru mun mýkri ákomu en þau, sem áður
eru talin, varð annað til að þyngja mjög fyrir fæti
húnvetnskra bænda. Vorið 1920 var eitt meiru fjár-
magni í fóðurbætiskaup, en nokkur dæmi voru til áður
í sögu héraðsins. Féll þar hvort tveggja saman, að
meira fóðurmagn var flutt til héraðsins en áður voru
dæmi til, og verðlag þess hátt. Ofan á þetta kom svo
injög tilfinnanlegt verðfall allra afurða, þegar á næsta
hausti. Þessi skipti urðu því hálfu verri í reynd en
tölurnar sýndu. Þessa sáust og ljós merki víða, og til
munu liafa verið þeir bændur um Húnaþing, sem báru
ekki sitl barr el'tir þessi áföll.
Þess sáust og ljós merlci vorið 1923. Þá cr talið fram
í Húnaþingi:
8229 hross,
1699 nautgripir, og
48081 kind.
Er þá sauðfjártalan lcomin lægra en hún var nokkru
sinni á öðrum tug aldarinnar. Nautgripir voru aðeins
ofan við meðaltal þess skeiðs. Hrossin höfðu og haldizt
og vel það, enda er eldi þeirra oftast öðrum falið um
Húnaþing en eigendum. Næsta áratug þokast sauð-
fjártalan drjúgum skrefum áleiðis, og er 1932 komin
upp í 71415. Hrossum hafði þá heldur fækkað, voru
6822, en nautgripir 1585. Höfðu þeir og sigið á sömu
hlið.
Hér er mjög sýnt, hvert áhuginn beinist; og enn
hækkar, þvi 1933 rís sauðfjártalan hæst, og nær þá
því, sem hún mun hala liæst náð á því skeiði, sem
skýrslur ná yfir, eða í 75873 kindur framgengnar. —
Ef trúa skal hinum stöðugu ásökunum í garð íslenzkra
bænda, — og sennilega eiga Húnvetningar þar sinn